Saga - 2012, Page 155
fylgi og fleiri þingmenn en sá flokkur sem næststærstur var, Fram -
sóknarflokkurinn. Enn og aftur varð Ólafur að láta í minni pokann
fyrir Sveini Björnssyni og bandamönnum hans, sem um nokkra hríð
höfðu talið að hlutleysisstefnan gæti ekki lengur verið hornsteinn
utanríkisstefnu landsins. Þess í stað yrði að taka upp nána samvinnu
við Bandaríkin. Nýsköpunarstjórnin, með Sósíalistaflokkinn innan-
borðs, var þrándur í götu slíkrar stefnubreytingar. Því þurfti að
koma henni frá völdum.
Keflavíkursamningur og þróun íslensks lýðræðis
Stofnun íslensks lýðveldis byggðist á langri baráttu fyrir lýðræði í
landinu. Stundum hafði Íslendingum auðnast að feta slóð nýsköp-
unar lýðræðis. Þannig mótaðist um og eftir aldamótin 1900 „hin
íslenska leið“ til lýðræðis, sem einkenndist af þeirri vissu að full-
trúalýðræði og beint lýðræði væru ekki andstæður. Þvert á móti
færi öflugt fulltrúalýðræði og virkt beint lýðræði mjög vel saman:
Alþingi, ríkisstjórn og sveitarstjórnir tækju ábyrgð á löggjafarstarfi
og daglegri stjórnun þjóðfélagsins en mikilvægustu málum væri
ráðið til lykta innan ramma beins lýðræðis, ekki síst með almennum
borgarafundum og þjóðaratkvæðagreiðslum. Í landinu skapaðist
mikil hefð heima lýðræðis, að hvert samfélag þekkti best eigin þarf-
ir og skyldi því hafa eins mikil völd í eigin málum og frekast væri
mögulegt.30
Seint á þriðja áratug 20. aldar tók að ryðja sér til rúms á Íslandi
svokölluð þingstjórnarkenning um lýðræði. Þar var gert tilkall til
alvalds Alþingis, sem fólst í því að kjósendur framseldu á kjördegi
fullveldisrétt sinn tímabundið til alþingismanna. Alþingi eitt væri
handhafi æðsta valdsins á milli kosninga en þá væri umboð þing-
manna ýmist endurnýjað eða afturkallað. Jafnframt ætti nýtt fólk
kost á því að komast til valda með setu á Alþingi. Íslenska þing-
stjórnin var komin í miklar ógöngur seint á fjórða áratugnum, og
haustið 1942 gátu stjórnmálaflokkarnir ekki séð landinu fyrir starfs-
hæfri ríkisstjórn. Í staðinn skipaði fyrsti innlendi þjóðhöfðinginn,
Sveinn Björnsson ríkisstjóri, stjórn manna utan þings án nokkurra
afskipta stjórnmálaforingja.
þjóðaratkvæði, forsetavald og … 155
30 Sbr. t.d. Auður Styrkársdóttir, From Feminism to Class Politics. (Umeå: Umeå
universitet 1998), einkum bls. 72–76; Svanur Kristjánsson, „Ísland á leið til
lýðræðis: Áfengislöggjöfin 1887–1909“, Saga XLIV: 2 (2006), bls. 51–89.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 155