Saga - 2012, Síða 157
fyrra horf kreppu, atvinnuleysis, skuldafjötra og fátæktar einstak-
linga og þjóðar. Í ræðunni rifjaði forsetinn m.a. upp að fyrir fáum
árum hefði landið verið að sligast undan skuldum sínum við
útlönd. Brýnt væri að nýta stríðsgróðann til að borga niður skuldir
og til fjárfestinga í „þekkingu, framleiðslutækni og annarri menn-
ingu … Þá ættum vér að geta skapað vinnuöryggi fyrir allt vinnu-
fært fólk í landinu.“33
Ríkisstjórn Sveins Björnssonar, utanþingsstjórnin, starfaði í anda
þessara varnaðarorða og reyndi umfram allt annað að koma á
stöðugleika í efnahagslífinu og ná tökum á verðbólgunni. Nýsköp -
unar stjórnin var allt annarrar tegundar og efndi til mikilla fjárfest-
inga, einkum með uppbyggingu fiskveiðiflotans, togara og vélbáta.
Jafnframt setti stjórnin fram það markmið að velferðarkerfið í land-
inu stæði jafnfætis því besta sem til væri í heiminum.
Efnahagsástandið versnaði þegar í ársbyrjun 1945 og eftir síldar-
leysissumar árið eftir varð ljóst að framtíðarhorfur hins nýja lýð -
veldis voru dökkar. Um leið versnaði samningsstaða íslenskra ráða -
manna gagnvart eindregnum óskum Bandaríkjamanna um hern -
aðar aðstöðu í landinu eftir stríð. Þar við bættist að valdamikil öfl í
landinu, með forsetann í broddi fylkingar, unnu náið með banda-
rískum sendimönnum að því að Íslendingar samþykktu kröfur
Bandaríkjastjórnar. Á bak við tjöldin unnu sömu öfl saman að því
að grafa undan löglegri ríkisstjórn landsins og koma á fót annarri
ríkisstjórn hliðhollari Bandaríkjastjórn og herstöðvakröfum þeirra.
Með tilvísun til eindreginnar andstöðu þjóðar og þings tókst
Ólafi Thors forsætisráðherra að vísa á bug kröfum Bandaríkja -
stjórnar um þrjár langtímaherstöðvar í landinu. Einnig hafði honum
þjóðaratkvæði, forsetavald og … 157
33 Sama heimild, bls. 302–303. Margir íslenskir ráðamenn deildu með Sveini
Björnssyni þeirri sannfæringu að með varnarsamvinnu við Bandaríkin gerðu
Íslendingar hvort tveggja í senn: að tryggja öryggi landsins og komast hjá efna-
hagslegri örbirgð. Guðni Th. Jóhannesson lýsir t.d. viðhorfum Bjarna Bene -
dikts sonar þannig: „Hann vissi líka að Íslendingar næðu aðeins að efnast og
styrkjast ef þeir nytu góðs af efnahagsaðstoð og velvilja vestrænna ríkja, eink-
um Bandaríkjanna. Hefðu þeir, sem voru á móti vestrænni varnarsamvinnu,
haft úrslitaáhrif á Íslandi hefði hagur þjóðarinnar snarversnað og landið kom-
ist á sama stig og það var fyrir seinna stríð: bláfátækt, afskekkt eyland sem
rambaði á barmi gjaldþrots.“ Sbr. Guðni Th. Jóhannesson, „Bjarni Benedikts -
son“, í Forsætisráðherrar Íslands — Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár.
Ritstj. Ólafur Teitur Guðnason (Akureyri: Bókaútgáfan Hólar 2004), bls. 295–
314, hér bls. 303.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 157