Saga - 2012, Síða 165
Í Írak eru bein tengsl á milli réttlætishugtaksins og hugmynda
Íraka um sögu þjóðarinnar. Upphaf þeirrar hugmyndar, þ.e. að
þjóðríkið myndi ná fram réttlæti og leiðrétta óréttlæti sögunnar, má
rekja aftur til heimsstyrjaldarinnar fyrri. Reynsla Íraka þá er þeim
enn í fersku minni og mjög haldið á lofti. Atburðir síðasta áratugar,
þ.e. innrás og hernám Bandaríkjanna, er fyrir marga Íraka sem end-
urtekning á atburðum sem áttu sér stað á fyrri hluta tuttugustu ald-
ar, á millistríðsárunum, enda eru aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak
síðastliðin níu ár keimlíkar því sem Bretar aðhöfðust í þessu sama
landi fyrir um 90 árum. Írakar átta sig mjög vel á þessa samlíkingu
og eru að sama skapi viðkvæmir fyrir henni, en Bandaríkjamenn
gera ekki mikið úr henni. Þeir Bandaríkjamenn sem skipulögðu inn-
rásina í Írak 2003 litu á sögu síðasta áratugar sem nýja sögu, nýtt
skeið. Með innrásinni væru þeir að koma sögunni upp á nýjan stall
þar sem horft væri til framtíðar í stað þess að velta sér upp úr for -
tíðinni. Ólíkt Írökum sjálfum litu Bandaríkjamenn svo á að saga
landsins hefði enga merkingu fyrir framtíð þess.
En ef við skiljum og metum sögu Íraka er ljóst að frá þeirra
bæjar dyrum er þetta enn ein tilraun stórveldis til að skipta sér af
innanríkismálum Íraka og ógna þar með sjálfstæðisstoðum Íraks. Þó
svo að það sé vissulega einföldun, upplifa margir Írakar núverandi
ástand sem endurtekningu á mjög kunnuglegu stefi úr eigin stjórn-
málasögu, þar sem ráðandi stórveldi ræðst inn með hervaldi, í nafni
nútímahugmynda um velferð og stjórnmál, og lofar að innleiða
frelsi og jafnrétti í Írak. Þetta var metnaðarfull framkvæmd og
grund vallast á því að eiga her sem búinn er nýjustu og fullkomn-
ustu tækjum hervísindanna. Þetta er nútímainnrás sem á að innleiða
nútímann í Írak. En þótt innrásin sé nútímaleg og tæknilega mjög
þróuð, er hún byggð á mjög grunnum og yfirborðskenndum skiln-
ingi á þjóðfélagi Íraka og vafasamri túlkun á draumum þeirra og
þrám. Hún sýnir líka hversu lítill lærdómur var dreginn af reynslu
Íraka til að meta hvernig Írakar myndu hugsanlega bregðast við
innrás erlends hers. Þetta á við bæði nú, í tengslum við innrás og
hernám Bandaríkjanna sem hófst 2003, og í álíka aðgerð sem átti sér
stað fyrir um 100 árum, eða þegar Bretar hernámu landið.
Árið 1914 réðst breski herinn inn í Írak, sem þá hét Mesópóta -
mía, stuttu eftir að heimsstyrjöldin fyrri braust út. Þetta landsvæði
tilheyrði þá formlega Tyrkjaveldi (þ.e. Ottómana-keisaradæminu).
Bretar óttuðust að annaðhvort Þjóðverjar eða Rússar myndu nýta
tækifærið og leggja undir sig þetta landsvæði og vildu því verða
dúfan og hlassið 165
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 165