Saga - 2012, Qupperneq 174
Spennitreyjan var sniðin á nítjándu öld, ekki síst eftir hugmynd-
um frá síðari hluta þeirrar átjándu. Drifkraftur norska söguskólans,
sem svo heitir í munni yngri fræðimanna, spratt ekki síst af þeirri
sannfæringu að norskt þjóðríki og konungdómur í samtíð ættu sér
sögulegar forsendur og rök í fortíð, hliðstætt viðleitni sagnfræðinga
og menntamanna víðast annars staðar í álfunni á sama tíma til að
rekja rætur síðara þjóðríkjaskipulags til pólitísks og menningarlegs
veruleika miðalda. Þessari viðleitni fylgdi rík áhersla á samdrátt
allra frumheimilda sem leggja mætti til grundvallar slíkri túlkun og
heyrðu til sögulegra vitnisburða hverrar þjóðar, monumenta histo-
rica.3 Í Noregi sem annars staðar á nítjándu öld varð frumheimilda-
útgáfa því þungamiðja í rannsóknarstarfi miðaldafræðinga og var
holdgervingur norska söguskólans, Peter Andreas Munch, í fylk-
ingarbrjósti textaútgefenda og mikilvirkur brautryðjandi á því
sviði.4 Þótt ekki vekti annað fyrir Munch en að reisa söguskoðun
sína falslaust á vísindalegri textarýni er á hinn bóginn ljóst að sögu-
speki hans mótaði bæði túlkun hans á norrænum frumtextum og
útgáfu hans á þeim. Vötn féllu þannig mjög í sama farveg, og sögu
ríkisvalds og hins sanna konungdóms í Noregi á miðöldum þótti
sjálfhætt með fráfalli Hákonar háleggs. Þegar leiðir skildi með
Noregi og Svíþjóð árið 1905, eftir endurnýjaða sambúð frá 1814, var
sá skilningur almennur að með því væri þráðurinn tekinn upp þar
sem hann var lagður niður tæpum sjö öldum fyrr.
Sú afmarkaða saga norska konungdómsins á miðöldum, sem
sagnfræðingar tuttugustu aldar tóku í arf frá lærifeðrum sínum, var
ennfremur spennt niður af þeim réttarsögulegu hugtökum og sjón-
armiðum sem frá fyrri hluta nítjándu aldar og fram til síðari heims-
viðar pálsson174
graphic Approach“, The Norwegian Domination and the Norse World c. 1100–
c. 1400. „Norgesveldet“, Occasional Papers No. 1. Trondheim Studies in History
(Tapir Academic Press: Þrándheimi 2010), bls. 35–57; Sverre Bagge, From Viking
Stronghold to Christian Kingdom. State Formation in Norway, c. 900–1350 (Kaup -
mannahöfn: Museum Tusculanum Press 2010), bls. 11–19.
3 Til merkis má hafa upphaf og útgáfurök Regesta og Acta imperii selecta,
Monumenta Germaniae Historica og Fontes rerum Germanicarum í Þýskalandi,
Gallia Christiana, Recueil des historiens des Gaules et de la France og Collections des
documents inédits sur l‘histoire de France í Frakklandi og Chronicles and Memorials
of Great Britain and Ireland during the Middle Ages („Rolls Series“ hversdagslega)
á Englandi, svo fáein en áberandi dæmi séu nefnd. Íslenskar hliðstæður blasa
við. Útgáfu Gesellschaft für ältere deutsche Geschichtskunde á MGH fylgdu lýsandi
einkunnarorð: Sanctus amor patriae dat animum!, „Helg föðurlandsást gæðir
sálu!“
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 174