Saga - 2012, Blaðsíða 182
þeim efnum hana síst óárennilega viðfangs. Það er því fagnaðarefni
að Sigríður Beck skyldi glíma þá glímu til doktorsnafnbótar og veita
samanburð úr öndverðri átt.
Kjarni ritgerðarinnar og helsta verðmæti er prósópógrafía nafn-
greindra manna í ritheimildum sem með vissu má telja „konungs-
menn“ (embættismenn eða sendimenn). Á grundvelli hennar hvíla
allar meginniðurstöður höfundar um hverjir gegndu embættum kon-
ungs á Íslandi frá lokum þrettándu aldar til loka þeirrar fjórtándu og
framkvæmdu vald hans þar, hvaða titla þeir báru, hverrar ættar þeir
voru, hver búseta þeirra var, hverjar eignir og hver efna staða, hverjir
makar þeirra voru og hverrar ættar, hver erfða mynstur eigna þeirra
og valda voru o.s.frv. Sigríður dregur upp mynd lítt skilgreindrar
eða félagslega afmarkaðrar elítu sem í auknum mæli mótaði völd
sín, sjálfsmynd og samfélagslegt forræði í samhengi við vaxandi
konungsvald og umbreyttist á aldarbili í tiltölulega afmarkaða yfir-
stétt þótt ekki yrði hún aðall eða lögstétt.
Vert er að geta þess sérstaklega, ekki síst í ljósi þess að bókina
skortir bæði nafna- og atriðisorðaskrá, eins og ósjaldan er þegar
doktorsefni standa nær óstudd og undir álagi að útgáfu, að Sigríður
skipar efni sínu afar skýr lega. Afraksturinn er auðlesinn og auðskil-
inn texti, sem rækilegri útgáfuvinna hefði vafalaust hreinsað af
fáum en óneitanlega stingandi pennaglöpum á borð við Möðru -
vallar bók og rangfærðan bókartitil á forsíðu. Svo vel er efni raunar
skipað í töflur og skrár að vöntun sérstakrar nafna- og atriðisorða -
skrár hindrar ekki greiðan uppslátt almennt. Hins vegar eru rök höf-
undar ekki fullkomlega ljós þegar gengið er þvert á akademískar
venjur og vísað til frumtexta einungis í lesútgáfum og/eða þýðing-
um, en ekki almennt viðteknum textaútgáfum, eins og t.d. í tilfelli
Grágásar, Snorra-Eddu, Hákonar sögu og Magnúss sögu. Þó kann sitt að
sýnast hverjum um slík atriði og grein ast menn eins og heimur í
lönd og álfur.
Röksemdir Sigríðar um höfuðdrætti íslenskrar yfirstéttar og mót-
un embættismannakerfis á fjórtándu öld eru leiddar beint af heim-
ildum, en líkt og hjá Wærdahl er sögulegri túlkun þeirra í stærra
samhengi beint gegn tiltekinni stórsögu. Fram eftir síðustu öld var
efling konungsvalds í gömlu Evrópu álitin sigur konungs á ari-
stókratíu og aðli, enda ríkari tilhneiging meðal fræðimanna þá en nú
til þess að fella valdasögu allra alda í skýringarform stéttabaráttu.
Frá þessu var hins vegar almennt snúið undir lok aldarinnar og þess
í stað lögð áhersla á samvinnu konungs og yfirstéttar; athyglin sner-
viðar pálsson182
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 182