Saga - 2012, Page 185
Andmæli við doktorsvörn
Erlu Huldu Halldórsdóttur
Föstudaginn 23. september 2011 varði Erla Hulda Halldórsdóttir doktorsrit-
gerð sína í sagnfræði í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Ritgerð Erlu Huldu ber
heitið Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903.
Andmælendur í doktorsvörninni voru dr. Páll Björnsson, dósent við félags-
vísindadeild Háskólans á Akureyri, og dr. Ólöf Garðarsdóttir, prófessor á
menntavísindasviði Háskóla Íslands. Aðalleiðbeinandi Erlu Huldu var dr.
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Ís lands, en í
doktorsnefnd um ritgerðina sátu að auki dr. Gro Hageman, prófessor í sagn -
fræði við Óslóarháskóla, dr. Gunnar Karlsson, prófessor emiritus í sagnfræði
við Háskóla Íslands, og dr. Þorgerður Einarsdóttur, prófessor í kynjafræði við
Háskóla Íslands. Hér á eftir fara andmælaræður þeirra Páls og Ólafar.
páll björnsson
Bókin Nútímans konur eftir Erlu Huldu Halldórsdóttir er greining á kyngervi
og stöðu kynjanna í íslensku samfélagi á síðari hluta 19. aldar. Jafnframt er
hún umfjöllun um þá togstreitu sem birtist í hugmyndum um stöðu karla
og kvenna og mismunandi viðhorfum til karlmennsku og kvenleika. Eitt
höfuðmarkmið bókarinnar er að sýna fram á hvernig nútímakonur urðu til
á Íslandi á þessum tíma, einkum fyrir tilstilli kvennaskólanna og þeirrar
umræðu sem skapaðist í kringum þá. Lýst er átökum um hlutverk kvenna
í samfélaginu og rætt um tilraunir til að endurskilgreina það. Höfundur
minnir lesendur á að kyngervi mótist í „gagnvirku sambandi stofnana, sam-
félags og þegna“ og að þetta samband birtist í orðræðunni (bls. 56). Verkið er
fyrst og fremst greining á þessari orðræðu, sem höfundur deilir í þrjá meg-
instrauma, þ.e. róttæka orðræðu kvenfrelsis, orðræðu landbúnaðarsam-
félagsins og borgaralega orðræðu.
Ef eingöngu er horft til viðfangsefnis bókarinnar er ljóst að hún er margt
í senn, t.d. kvenna-, kynja- og skólasaga. Verkið er einnig innlegg í sögu
nútímavæðingar eða nývæðingar landsins, framlag til skilnings á því af
Saga L:1 (2012), bls. 185–196.
ANDMÆLI
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 185