Saga - 2012, Síða 197
helgi skúli kjartansson
Gamli sáttmáli enn
Mér brá nokkuð við að sjá hvernig Patricia Pires Boulhosa (PPB) svarar, í
síðara hefti Sögu 2011,1 gagnrýni minni í fyrra hefti sama árgangs2 á bók
hennar um Gamla sáttmála.3 Ekki af því að ég byggist endilega við að hún
sannfærðist af einu og öllu sem ég hélt fram, heldur kom mér alvarlega á
óvart hvað hún fann hjá mér mikið af klaufaskap og jafnvel grófum mistök-
um. Það skal ég ekki reyna að verja lið fyrir lið enda sumt flókið og e.t.v.
matskennt. Aðeins eitt vil ég nefna hér af því að það er einfalt og fljótrætt.
Ég hafði gert talsvert mál úr því að PPB þekki ekki tiltekna ritgerð Jóns
Jóhannessonar4 en hún svarar: „In fact, I quote Jóhannesson’s essay at least
twice […] Gamli sáttmáli: Tilurð og tilgangur, pp. 46 and 51.“5 Þetta var sú
ávirðing sem mér þótti hvað mest skömm að. Þegar ég herti mig samt upp í
að fletta upp þessum stöðum — og þeim þriðja á bls. 29 — slapp ég reynd-
ar með skrekkinn því þar er hvergi vísað í ritgerðina heldur allt annan texta,
þ.e. háskólafyrirlestra Jóns — sem reyndar eru birtir í sömu bók.6 Í svarinu
vísar PPB fimm sinnum til ritgerðar Jóns með blaðsíðutölum.7 Hún hefði því
mátt sjá að tilvísanirnar tvær, sem hún segir að séu „in fact“ til sömu rit-
gerðar, eru 200–250 blaðsíðum framar í bókinni.8 En svona hlutum kemur
Saga L:1 (2012), bls. 197–199.
ATHUGASEMD
1 Patricia Pires Boulhosa, „A response to „Gamli sáttmáli — hvað næst?““, Saga
XLIX:2 (2011), bls. 137–151.
2 Helgi Skúli Kjartansson, „Gamli sáttmáli — hvað næst?“, Saga XLIX:1 (2011),
bls. 133–153.
3 Patricia Pires Boulhosa, Gamli sáttmáli. Tilurð og tilgangur. Smárit Sögufélags.
Þýð. Már Jónsson (Reykjavík: Sögufélag 2006).
4 Jón Jóhannesson, „Réttindabarátta Íslendinga í upphafi 14. aldar“, fyrst birt í
Safni til sögu Íslands 1956, síðan í bók Jóns, Íslendinga saga II. Fyrirlestrar og rit-
gerðir um tímabilið 1262–1550 (Reykjavík: AB 1958), bls. 226–301.
5 PPB, „A response to „Gamli sáttmáli – hvað næst?““, bls. 141 nm.
6 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga II, bls. 11–201 (gefið út að höfundi látnum, lag-
fært eftir uppskriftum nemenda hans).
7 PPB, „A response to „Gamli sáttmáli — hvað næst?““, bls. 143 (nmgr. 27–30) og
145 (nmgr. 35), vísar í blaðsíðutöl á bilinu 246 til 274.
8 PPB vísar til bls. 21 (réttara 22, um gildistökuár Jónsbókar), 49–50 (réttara 45,
um heitið Gissurarsáttmáli) og bls. 50 (um dánarár Gissurar jarls).
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 197