Saga


Saga - 2012, Page 202

Saga - 2012, Page 202
Þó að Páll sé fremur þögull um kenningaramma sinn — persónulega hefði ég viljað sjá hann birtast af fullum krafti — þá er þessi kenningarammi til staðar og ljóst hver hann er. Páll byggir á minningafræðum (e. memory studies), þ.e. þeim fræðum sem greina í sundur minningar, sögu og fræði - lega greiningu (svo sem með sagnfræði). Sameiginlegar minningar (e. col- lective memory) eru kjarninn í þessari hugsun og Páll er næmur á tilbrigði þeirra eftir landshlutum, hópum og tímabilum. Hann sýnir einnig glöggt hvernig hagsmunahópar, hugmyndastefnur og einstaklingar hafa vélað um þessa minningu, speglað sig í henni, fundið samsvörun og hugsvölun í henni, teygt hana og togað og reynt að gera hana að kórréttri sögu. Með aðferð sinni og þankagangi er Páll Björnsson í fríðum flokki rann- sakenda í mörgum fræðigreinum. Þekktasti fyrirrennari hans er líklega franski sagnfræðingurinn Pierre Nora sem með stórvirki sínu Lieux des mémoires (Stöðum/Kennileitum minninganna) safnaði hundrað fræðimönn- um saman til að fjalla um „staði“ í Frakklandi. Minning og saga einstaklinga er hins vegar ekki uppáhaldssvið minningafræðinga. Tími hetjanna er liðinn. Í safni Pierre Nora eru fáir einstaklingar hafðir að heildstæðu umfjöll- unarefni. Jóhanna af Örk fékk einn kafla í þriðja bindi (sem kom út 1992) og sýnir höfundurinn, Michel Winock, hvernig hún hafi verið gerð að fánabera andstæðra afla og sjónarmiða í aldanna rás — ýmist að átrúnaðargoði kaþólskunnar eða gagnrýnanda og fórnarlambi kirkju og rannsóknarréttar, gerð að bjargvætti konungsvaldsins eða þjóðarinnar og þar með lýðveldis- sinna og síðar þjóðernissinna, verið talin sannur fulltrúi alþýðunnar eða stoð og stytta ráðandi afla. Samanborið við þetta virðist minningin um Jón Sigurðsson vera tiltölulega einsleit. Greiningar á minningu áberandi ein- staklinga eru þannig til þótt ekki séu þær algengar. Einn fremsti fræði - maður inn á því sviði er bandaríski félagsfræðingurinn Barry Schwartz sem hefur kannað minningu og sögu nafnkunnra persóna og sér í lagi Abrahams Lincoln, sem var hér um bil jafnaldri Jóns. Páll nýtir sér athuganir hans í bók sinni. Víkjum betur að Lincoln síðar. Hvar er sameiginlegu minninguna að finna? Um þetta eru skiptar skoð - anir og ýmsar leiðir eru farnar til að hafa uppi á henni. Páll leitar í blöðum, tímaritum, sendibréfum, póstkortum, frímerkjum, málverkum, ljósmynd- um, minnisvörðum, opinberum gögnum og ýmsu til. Áherslan á sameigin- legar minningar kallar á ýmsar gerðir heimilda sem sagnfræðin hefur í öðr - um tilvikum minni áhuga á vegna vandkvæða um áreiðanleika. Áreiðan- leikinn fær nýja vídd í sagnfræði sem tekur mið af minningum. Slitin og útkrotuð kennslubók er áreiðanlegri heimild um notkun en ósnert eintak, svo að dæmi sé tekið. Páll lætur ekki við þetta sitja heldur skapar einnig heimildir. Hann stóð fyrir könnun á þekkingu og viðhorfum til Jóns Sigurðssonar með því að tekið var slembiúrtak úr þjóðskrá, könnun send til 1590 karla og kvenna með íslenska kennitölu, á aldrinum 18–80 ára, og fengust 955 gild svör. ritdómar202 Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 202
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.