Saga - 2012, Page 206
verða óvinsæll“ meðal Bandaríkjamanna í lifanda lífi þar sem hann leiddi
aðra fylkinguna í borgarastríði, var hæddur fyrir að vera óheflaður, teikn -
aður sem api á skopmyndum o.s.frv. Skýring sagnfræðingsins Davids
Goldfield á upphafningu Lincolns, sem hann færir fram í grein um ímynd
hans í bandarískum kennslubókum í American Studies Journal árið 2009, er
að hann féll fyrir morðingjahendi á föstudaginn langa árið 1865. „The act
transformed Lincoln from a president to a Christ-like martyr“, skrifar
Goldfield. Hvað var það í fari Jóns Sigurðssonar sem gerði hann svo fjölnota
og endingargóðan sem raun ber vitni? Ég ætla að leyfa mér að draga nokk-
ur atriði fram, innblásinn af frásögn og greiningu Páls Björnssonar, og tek
saman og bæti við sumt sem Páll telur fram sjálfur:
Átökin í sjálfstæðismálinu voru við erlent vald og Jón dvaldi mest•
erlendis og slapp þannig að mestu við þau átök sem að jafnaði eru
harðari innan landsteinanna og meðal þjóðarinnar, starfaði auk þess á
fyrri skeiðum sjálfstæðisferlisins.
Jón Sigurðsson tilheyrði gamla samfélaginu með því að hægt var að•
segja sjóarasögur af honum frá Arnarfirði, en jafnframt var hann vel
klæddur og snyrtilegur nútímaborgari eins og flestir Íslendingar urðu
smám saman á 20. öld.
Jón var landsbyggðarmaður, en jafnframt vildi hann veg Reykjavíkur•
sem miðstöðvar landsins sem mestan.
Þjóðernis- og jafnvel einangrunarsinnar geta vísað í baráttu Jóns fyrir•
sérréttindum, en alþjóðasinnar geta líka gert hann að sínum manni sem
vildi samskipti við sem flest lönd, fylgdist með alþjóðlegum stefnum
og straumum og bjó sjálfur erlendis lungann úr ævinni.
Jón var bæði virtur fræðimaður og alþýðlegur snúningapiltur fyrir•
Íslendinga sem vanhagaði um nytsamlega hluti úr höfuðborginni.
Þetta er auðvitað bara hugarleikfimi sem bók Páls Björnssonar setti af stað.
Hún vekur ótal spurningar með ótrúlegum fjölda heimilda og snjallra
athugana, kurteislegri gagnrýni og varlegu skopskyni sem síður hennar eru
fullar af. Það er vonandi að Páll haldi áfram á þessari braut, fjalli um kenn-
ingar og fræði að baki athugunum sínum, beri ímynd og minningu saman
við erlendar hliðstæður og kanni nýja heimildaflokka.
Bókin Jón forseti allur? er í alla staði falleg, smekkleg og virðuleg með
sínum postullegu tólf köflum, prentuð í lit á góðan pappír. Það er unun að
lesa bókina. Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar styrkti útgáfuna og hjálpaði
þannig til við þessa afhelgun þjóðhetjunnar. Spurningin er hvort hér sé um
afhelgun að ræða. Kirkjan stendur enn og söfnuðurinn tekur þátt í helgi -
siðunum og hlustar á ritningartextann með öðru eyranu, þó að hann sé
hættur að grufla í innihaldinu. Er þá ekki allt eins og vera ber?
Þorsteinn Helgason
ritdómar206
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 206