Saga - 2012, Qupperneq 207
Astri Andresen, Ólöf Garðarsdóttir, Monika Janfelt, Cecilia Lindgren,
Pirjo Markkola, Ingrid Söderlind, BARNEN OCH VÄLFÄRDS POLI -
TIKEN. NORDISKA BARNDOMAR 1900–2000. Institutet för fram -
tidsstudier. Dialogos förlag. Stokkhólmi 2011. 458 bls. Heimilda skrá.
Á síðastliðnum tveimur áratugum hefur hlaupið mikill vöxtur í rannsóknir
á velferðarþjóðfélaginu út frá ólíkum faglegum sjónarhornum (sjá til
glöggv unar t.d. Mary Hilson, The Nordic Model: Scandinavia since 1945
(London: Reaktion Books 2008); The Nordic Model of Welfare: a Historical
Reappraisal. Ritstj. Niels Finn Christiansen o.fl. (Kaupmannahöfn: Museum
Tusculanum Press 2006)). Þennan fræðilega áhuga má eflaust rekja að
nokkru leyti til kreppu velferðarþjóðfélagsins. Hjá höfundum þessa rits,
Barnen och velfärdspolitiken, beinist rannsóknin að því hvaða áhrif þjóð -
félagsþróun 20. aldar, sem markaðist mjög af velferðarstefnu, hafði á barn -
æsku og börn á Norðurlöndum, líkamlegan og andlegan þrifnað þeirra og
uppvaxtarskilyrði. Framan af var þessi velferðarstefna þáttur í frjálslyndri
umbótahreyfingu og kristilegri „filantropi“, en frá og með heimskreppunni
miklu markaðist hún mjög af umbótastefnu verkalýðsflokka.
Ritið er ávöxtur samnorræns verkefnis sem styrkt var af ýmsum sjóðum.
Höfundarnir sex, allt konur, koma frá fimm ríkjum Norðurlanda, þar af
tvær frá Svíþjóð (C. Lindgren og I. Söderlind); flestar gegna háskólastöðu í
sagnfræði. Ritið er samvinnuverkefni þessara höfunda, en hver þeirra ber
höfuðábyrgð á einum meginkafla. Inngangi og lokakafla hafa svo höfundar
skipt með sér, tveir og tveir.
Í inngangi er bent á að málefni barna hafi skipað lægri sess í saman-
burðarrannsóknum á velferðarþjóðfélögum en t.d. málefni tengd vinnu-
markaði, tryggingum og dagheimilum. Velferðarstefna í málefnum barna
hafi verið liður í alþjóðlegri hreyfingu; rætur hennar megi í einstökum
atriðum rekja til ákveðinna landa í Evrópu, ekki síst Þýskalands og Frakk -
lands. En fljótlega upp úr aldamótunum 1900 hafi verið farið að líta á ýmis
velferðarmál barna sem samnorrænt málefni og þau hafi snemma orðið
vettvangur norrænnar samvinnu. Einkum eftir heimsstyrjöldina síðari hafi
svo löggjöf einstakra landa tekið að mótast af alþjóðlegum sáttmálum um
réttindi barna.
Höfundar taka skýrt fram að engin einhlít túlkun er til á lagasetningu
um velferð barna eða öðrum aðgerðum sem gripið hefur verið til með skír-
skotun til slíkrar velferðar. Ber að túlka slíkar aðgerðir sem aðstoð eða
stuðning við börn ellegar sem taumhaldstæki hins opinbera? Höfundarnir
aðhyllast það sjónarmið, sem nú telst nokkuð almennt viðurkennt, að hvort
tveggja sé einatt að verki í senn, þ.e. aðstoð og taumhald.
Höfundar hafa einsett sér að taka samanburðarþátt rannsóknarinnar
alvarlega. Eitt helsta markmið þeirra er að komast að því að hvaða marki
ritdómar 207
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 207