Saga - 2012, Page 216
skálum á Snæfellsnesi eru til dæmis mikilvægar minjar að hverfa í sjó. Á
þessum stöðum hafa farið fram fornleifarannsóknir en oft er afar erfitt að fá
fjármagn til fornleifarannsókna á minjastöðum í hættu (bls. 371–387).
Í Mannvist tekst vel að víkka sjóndeildarhringinn út fyrir hina hefð -
bundnu sögustaði og fastmótaðar hugmyndir um fornleifauppgröft. Þótt
markmið bókarinnar sé að kynna íslenskar fornleifar fyrir almenningi er hér
á ferðinni rit sem einnig mun nýtast fræðimönnum, bæði innan fornleifa-
fræði og utan. Í bókinni birtist heildstæð og áhugaverð mynd af íslenskum
fornleifum með hjálp samþættra gagna úr fornleifaskráningu, fornleifaupp-
gröftum og ritheimildum. Bókin verður án efa nýtt við kennslu í fornleifa-
fræði við Háskóla Íslands og eins mætti nýta hana við kennslu framhalds-
skólanemenda að einhverju marki. Skortur á góðri yfirlitsbók um íslenskar
fornleifar og fornleifafræði hefur verið bagalegur en Mannvist fyllir að stór-
um hluta upp í það skarð.
Albína Hulda Pálsdóttir
Pétur Pétursson, TRÚMAÐUR Á TÍMAMÓTUM. ÆVISAGA HAR-
ALDS NÍELSSONAR. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 2011.
372 bls. Myndir, tilvísana- og heimildaskrá, mynda- og nafnaskrá.
Þegar Erlendur Haraldsson kannaði dulræna reynslu Íslendinga, trúar -
viðhorf þeirra og þjóðtrú um miðjan 8. áratug liðinnar aldar, skar spurning
hans um framhaldslíf sig úr öðrum í könnuninni. 99% svarenda svöruðu
spurningunni og 68% þeirra bjuggust við lífi eftir dauðann (töldu það víst
eða líklegt) og 20% til viðbótar töldu að það væri mögulegt. Þetta sýndi að
trú á framhald lífsins eftir líkamsdauðann var sterk meðal Íslendinga. Skáru
þeir sig úr í hópi 13 samanburðarþjóða. Hér áttu þeir mesta samleið með
Bandaríkjamönnum (73%). Af öðrum Norðurlandaþjóðum komu Finnar
(57%) og Norðmenn (55%) næstir (Erlendur Haraldsson, Þessa heims og ann-
ars (Reykjavík: Saga 1978), bls. 18–23). Um áratug síðar könnuðu Björn
Björns son og Pétur Pétursson trúarlíf Íslendinga og komust þá að svipaðri
niðurstöðu, eða að 85% álitu að líf í einhverri mynd væri að loknu þessu og
skæru Íslendingar sig í þessu efni úr meðal Norðurlandaþjóða. Þá komust
þeir að raun um að upprisutrú, sem er eitt helsta kennimark kristninnar,
ætti í vök að verjast. Hina útbreiddu trú á líf eftir dauðann röktu þeir til
áhrifa spíritisma. Þá sýndu þeir fram á að landsmenn litu ekki á kenningu
kirkjunnar og spíritismans sem andstæður, heldur töldu 40% að kirkjan og
spíritisminn ættu samleið (Trúarlíf Íslendinga. 1990. Ritröð Guðfræði stofn -
unar 3, bls. 22–26 og 46).
ritdómar216
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 216