Saga - 2012, Page 220
Óskar Guðmundsson, BRAUTRYÐJANDINN. ÆVISAGA ÞÓRHALLS
BJARNAR SONAR 1855–1916. Skálholtsútgáfan. Reykjavík 2011. 552 bls.
Myndir, tilvísana- og heimildaskrá, mynda- og nafnaskrá (með skýring-
um).
Orðasambandið „öldin sem leið“ hefur nú breytt um merkingu í hugum
okkar sem fædd erum um miðbik síðustu aldar. Fyrir okkur merkti
orðasambandið 19. öldina og var sveipað rómantískum ljóma sem átti rætur
að rekja til samnefnds öndvegisrits í samantekt Gils Guðmundssonar (1955
og 1956). Svo var 19. öldin tími sjálfstæðisbaráttunnar og rómantísku stefn-
unnar og var því hafin til skýjanna í skólanum. Þótt ein öld hafi þannig leyst
aðra af hólmi við síðustu aldamót, hefur hugtakið „aldamótamenn“ ekki
glatað merkingu sinni. Einnig það festist í sessi vegna þekkts rits sem Jónas
Jónsson frá Hriflu gaf út (1959–1962) og bar undirtitilinn Þættir úr hetjusögu.
Helstu gerendurnir á vettvangi íslenskra þjóðmála um aldamótin 2000 verða
væntanlega seint efni í hetjusögu.
Þessa er getið hér sökum þess að sögupersónan í Brautryðjandanum,
Þórhallur Bjarnarson (1855–1916), var einn af aldamótamönnunum enda
þótt æviþátt hans sé ekki að finna í hetjusagnasafni Jónasar frá Hriflu.
Þórhallur varð guðfræðikandídat frá Kaupmannahafnarháskóla (1878),
þjónaði sem prestur um skamma hríð (1884–86) í Reykholti og Akureyri.
Lífsstarf hans var þó á miðlægari vettvangi í kirkjunni en hann var kennari
við Prestaskólann (frá 1886) og forstöðumaður (1894–1908) og loks biskup
yfir Íslandi (1908–1916). Þótt Þórhallur væri þannig kirkjuleiðtogi vann hann
einnig drjúgt starf á öðrum sviðum. Hann var alþingismaður, sat í bæjar-
stjórn Reykjavíkur, kom að alþýðufræðslu sem kennari og prófdómari við
Kennaraskólann, kennari við barnaskólann í Reykjavík og námsgagnahöf-
undur. Þá rak hann lengst af umtalsverðan búskap í Laufási við Reykjavík
og var forystumaður í uppbyggingu íslensks landbúnaðar, sem um alda-
mótin skyldi færður úr leiguliðabúskap til sjálfseignarbúskapar með einka-
væðingu ríkis- og kirkjujarða.
Fjölþættur starfsvettvangur, frumkvæði og athafnasemi var einmitt það
sem einkenndi marga aldamótamenn. Æviskeið þeirra skapaði einstök tæki-
færi en gerði um leið margvíslegar kröfur til forystumanna í íslensku sam-
félagi. Sjálfstæðisbaráttan var tekin að bera ávöxt og uppbygging nútíma-
legs samfélags í landinu var hafin. Þjóðbygging var viðfangsefni tímabils-
ins. Þórhallur og margir hinna aldamótamannanna tóku áskoruninni.
Um mann sem tók eins virkan þátt í viðfangsefnum tímabilsins og
Þórhallur Bjarnarson mætti skrifa margs konar ævisögur. Um sögupersónu
sem lifði þetta skeið hefði verið við hæfi að rita sagnfræðilega ævisögu sem
varpar ljósi á samtíma sögupersónunnar og metur áhrif hennar á sögulega
atburði og/eða menningarlega og samfélagslega þróun. Um guðfræðinginn
ritdómar220
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 220