Saga - 2012, Page 224
síðari hluta 12. aldar … ekki skotið inn í kristinréttinn eða þá aðeins að hálfu
leyti og með hangandi hendi“ (bls. 79). Kristinréttur eins og hann er
varðveittur í handritum Grágásar er þannig mótaður fremur af viðhorfum
veraldarhöfðingja en hugðarefnum kirkjuhöfðingja á 12. og 13. öld. Yfir -
bragð textanna er því fornlegt og á þeim er tólftu aldar svipur (bls. 81).
Ályktun höfundar er að þeir endurspegli kirkjurétt frá fyrri hluta 12. aldar,
áður en kom til átaka milli höfðingja og kirkju á síðari hluti aldarinnar, og
að varðveisla þeirra í nær óbreyttu formi hafi verið þáttur í þeim átökum.
Sveinbjörn setur þessi átök kirkju og höfðingja á Íslandi í samhengi við
átök sömu valdastofnana annars staðar í Evrópu. Þetta samhengi skýrir
margt sem annars væri torskilið. Þó hefði verið fengur að lengri umfjöllun
um forsögu hins forna kristinréttar og þó einkum tímabilið þegar íslenski
biskupinn heyrði undir erkistólinn í Brimum (1056–1104). Erkibiskuparnir í
Brimum voru bandamenn keisarans í deilum hans við páfa, og telur höf-
undur að Gissur Ísleifsson hafi af þeim sökum forðast Brimastól í vígsluför
sinni og tæplega notið liðsinnis erkibiskupsins við setningu tíundarlaga (bls.
15). Hér hefði mátt freista þess að ræða frekar Íslendingabók Ara fróða, þar
sem greint er frá erlendum biskupum sem voru samtíða Ísleifi Gissurarsyni,
og eins frásögn Adams frá Brimum, þar sem nánar er greint frá sumum þess-
ara biskupa. Ljóst er að átök voru á milli Noregskonunga og Brima biskupa
um miðja 11. öld þar eð Noregskonungar sóttu sér biskupa frá Englandi og
frábáðu sér afskipti erkistólsins af ríki sínu. Áhrif Noregs konunga hafa verið
allnokkur á Íslandi og biskupar á vegum þeirra verið í landinu samtímis
Ísleifi. Á hinn bóginn er ljóst af vitnisburði Adams að Brimabiskup leit á Ísleif
sem sinn fulltrúa á landinu. Þessi afstaða Haukdæla hefur haft áhrif á sagna-
ritun Íslendinga; þar er Haraldur Sigurðsson kallað ur hinn harðráði í anda
Adams (sem kallar hann tyrannus á latínu) en ekki hárfagri eins og hann er
kallaður í engilsaxneskum sagnaritum, og er það eflaust meira í samræmi við
opinbera afstöðu Noregskonungs. Síðan breytist afstaða Haukdæla til
Brimastóls og má sjá það í Íslendingabók, sem heldur því ranglega fram að
Ísleifur hafi hlotið vígslu hins fræga umbótapáfa Leós IX. — sem var raunar
látinn þegar Ísleifur átti að hafa verið í suðurvegi.
Adam frá Brimum kemur einmitt mjög við sögu í næstlengstu ritgerð -
inni, „Kristnun Dana og fall Danavirkis í íslenskri sagnaritun“ (bls. 101–40),
sem fjallar um afstöðu íslenskra sagnaritara til téðra viðburða á síðari hluta
10. aldar. Markmiðið er að draga upp mynd af því hvað hafi staðið um
þennan atburð í elstu íslenskum sagnaritum, sem eru svo heimildir sagna-
ritunar um Noregskonunga og hinnar yngri Jómsvíkinga sögu. Þetta teng-
ist sagnaritun um Ólaf Tryggvason, sem höfundur hefur áður gert rækileg
skil (einna helst í bókinni Um Sögur Ólafs Tryggvasonar frá 2005), en hann tel-
ur að elsta gerð sögunnar hafi tengst sagnariti Gunnlaugs Leifssonar um
Ólaf. Áhugavert hliðarstef í þróun þessarar sagnaritunar er breytt mynd
Hákonar jarls í sögunni. Hann þróast frá því að vera hreinræktað illmenni
ritdómar224
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 224