Saga - 2012, Síða 225
yfir í að vera lýst sem kappa og stjórnvísri hetju. Telur höfundur að þessi
þróun hafi orðið eftir að saga Gunnlaugs var rituð og tengir hana við sagna-
ritun Birkibeina, sem endurspeglist í konungasagnaritum eins og Fagur -
skinnu og Heimskringlu. Í lykilhlutverki við mótun þessarar söguskoðun-
ar er svo annar Hákon jarl, Hákon galinn Fólkviðarson, sem var leiðtogi
Birkibeina í Noregi 1205–1214. Hún er andkirkjuleg en alls ekki andkristi-
leg. Þessi tilgáta er að mörgu leyti sennileg, enda var það yfirlýst skoðun
ýmissa sagnaritara á þessum tíma að fortíðaratburðir endurspegluðust í
samtíðinni. Í Historia de Antiquitate Regum Norwagiensium eftir munkinn
Theodoricus eru slíkar líkingar dregnar upp opinskátt, en aðrir sagnaritarar
hafa eflaust farið varlegar í þær sakir.
Athyglisvert er að höfundur tengir einnig kvæðið Velleklu við sagnarit-
un Birkibeina en lítur ekki á það sem ævafornt kvæði. Hann telur að tilgát-
ur um að fornhetjur hafi ort tiltekin kvæði eða vísur standist „ekki sögulega
gagnrýni við nánari eftirþanka. Það er leitt að þurfa að hafa orð á þessu, en
enn kunna að vera til menn sem vilja trúa slíkum fjarstæðum og fimbul-
famba rakalaust um munnlega geymd og afburða minni fornmanna“ (bls.
117). Hér hefði verið ástæða til að nefna dæmi svo að lesendur haldi ekki að
einungis sé um strámenn að ræða. Enginn vandi er heldur að finna nýleg
dæmi um þessa villu, og mætti þar t.d. nefna ævisögu Haralds hárfagra eftir
norska sagnfræðinginn Torgrim Titlestad.
Tvær ritgerðir í bókinni eru mun styttri en hinar og eru að sumu leyti
annars eðlis. Önnur fjallar „[u]m varðveislu Járnsíðu, lögbókar sem gilti
minna en áratug á Íslandi“ (bls. 83–98). Hér er fyrst og fremst verið að velta
fyrir sér textafræði og varðveislu handrita lögbókarinnar Járnsíðu, sem var
lögtekin 1272. Höfundur hafnar þeirri skoðun Más Jónssonar að pappírs-
handritið AM 125a 4to sé ekki runnið frá öðrum texta en Staðarhólsbók,
aðalhandriti Járnsíðu. Hann telur að þetta handrit sé vitnisburður um að til
hafi verið annað „stórt lagahandrit, sem nú er að öðru leyti glatað“ (bls. 98).
Þetta verður honum svo tilefni til athyglisverðrar ályktunar um að Járnsíða
hafi einungis varðveist sem viðaukar við Grágásarhandrit, og er sú niður -
staða augljóslega merkari ef dæmin um þetta eru tvö en ekki aðeins eitt.
Merkustu rökin fyrir því er að kaflaröð Járnsíðu er önnur í AM 125a 4to en
í Staðarhólsbók, en Sveinbjörn telur að möguleikar til að breyta efnisröð
opinberrar lögbókar eins og Járnsíðu hafi „líklega ekki verið eins rúmir og
um efni Grágásar“ (bls. 97). Þetta er vissulega vísbending en þó varla nógu
rækileg til að niðurstaðan geti orðið mjög afgerandi. Hins vegar stendur sú
niðurstaða óhögguð að Staðarhólsbók sé „söguleg leif úr merkilegu sögu-
legu ferli á síðari hluta 13. aldar, sem valdsmaðurinn, sem var eigandi henn-
ar og notandi, var þátttakandi í“ (bls. 92), og rennir þessi rannsókn almennt
frekari stoðum undir þá skoðun.
Að lokum er svo ritgerð „[u]m Grænlendinga þátt“ (bls. 141–60) þar sem
brugðist er við rannsóknum Ólafs Halldórssonar og Else Ebel á þættinum
ritdómar 225
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 225