Saga - 2012, Page 235
konu í vist og oft var vinnu maður hjá þeim einnig. Eins er erfitt að gera sér
fulla grein fyrir því hvernig þeim Jóni og Ingibjörgu tókst að reka heimilið,
með öllum þeim útgjöldum sem stöðugur gestagangur hlýtur að hafa haft í
för með sér, eða hvernig þeim tókst að afla sér íslensks matar sem iðulega
var á borðum þeirra. Margrét getur sér þess til að oft hafi verið um eins-
konar vöruskipti að ræða, þannig að þau Ingibjörg og Jón hafi þegið mat að
launum fyrir þá greiða sem þau gerðu vinum sínum og frændfólki á Íslandi,
og er það sennilega rétt (bls. 137–138). Hér tvinnast því saman pólitískt starf
og einkalíf — opinber vettvangur og einka svið — þannig að vart verður
greint á milli, og er það í góðu samræmi við niðurstöður rann sókna fræði-
manna, eins og Margrét vísar til í umfjöllun sinni (bls. 282).
Síðasta atriðið er kannski áhugaverðasta framlag bókarinnar, því að þótt
bæði Lúðvík Krist jánsson og Guðjón Friðriksson hafi gert ágæta grein fyrir
ýmsu af því sem Margrét segir frá í bókinni þá skrifar hún Ingibjörgu inn í
þá sögu — og gerir okkur þar með ljóst að við getum ekki skilið sundur
stjórnmálastarf Jóns og einkalíf hans. Mér finnst ég líka skynja stöðu þeirra
hjóna í Kaup mannahöfn miklu betur eftir lestur bókarinnar en áður, því að
þau lifa þar í einskonar limbói, eða einhvers staðar á milli tveggja heima. Jón
hefur oftast birst okkur sem nokkuð dæmigerður brodd borgari í hinum
danska höfuðstað, hið mesta snyrtimenni og vandur að virðingu sinni í hví -
vetna. Ingibjörg klæðir sig líka eftir tísku danskra kvenna af sinni stétt, og
gerði ekkert til að sýnast þjóðleg í klæðaburði (bls. 241–244). En samt eru
þau hjón eins og hálfpartinn utanveltu í Kaupmannahöfn. Þau virðast hafa
haft miklu minni samskipti við Dani en ætla mætti af fólki sem var búsett
svo lengi í Danmörku, og heimili þeirra var á ýmsan hátt fremur „íslenskt“
en danskt; niðurstaða Margrétar er líka sú að Ingibjörg hafi verið „íslensk
borgarafrú en ekki dönsk“ (bls. 166). Það mætti vinna meira með þessa þjóð -
legu tvíræðni, sem kemur fram í allri sambúðarsögu þeirra hjóna. Í Kaup -
mannahöfn voru þau alltaf með hugann við Ísland, enda var þeim tekið í
Reykjavík eins og þau væru konungbor in, og þótt þau væru hálfpartinn
utanveltu í borgaralegu samfélagi Kaupmanna hafnar þá létu þau aldrei af
því verða að flytja „heim“.
Ævisaga Ingibjargar Einarsdóttur getur tæpast talist nærgöngul bók og
höfundi virðist í mun að fella þau hjón sem best að viðteknum borgaralegum
siðgæðisímyndum okkar tíma. Stúdentar lýstu stund um sældar lífi sínu og
annarra í bréfum frá Kaupmannahöfn, en Margrét á erfitt með að ímynda
sér að slíkar lýsingar eigi við Jón Sigurðsson, því að hann var allra manna
iðnastur (bls. 36–37). Hún hafnar líka algerlega öllum sögusögnum um
kvennafar Jóns á festarárunum tólf í Kaup mannahöfn, og telur því útilokað
að hann hafi þjáðst af sýfilis eins og sumir hafa haldið fram (bls. 40–49).
„Tryggðin batt Ingibjörgu Einarsdóttur og Jón Sigurðsson saman á langri
vegferð frá Reykja vík æsku- og manndómsáranna til Kaupmannahafnar
elliáranna“ (bls. 260), skrifar hún, og sannar lega er fátt fast í hendi sem sann-
ritdómar 235
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 235