Saga - 2012, Síða 237
Rósa Þorsteinsdóttir, SAGAN UPP Á HVERN MANN. ÁTTA ÍS -
LENSKIR SAGNAMENN OG ÆVINTÝRIN ÞEIRRA. Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum. Reykjavík 2011. 468 bls. Útdráttur
á ensku, viðauki með uppskrift á sögum, heimildaskrá, skrá yfir skamm -
stafanir, myndaskrá, nafnaskrá og skrá yfir gerðir sagna.
Bók Rósu Þorsteinsdóttir, Sagan upp á hvern mann, byggist á samnefndri
meistaraprófsrannsókn hennar frá árinu 2005 en viðfang rannsóknarinnar
eru átta íslenskir sagnamenn og ævintýri þeirra. Er hér um að ræða sögu-
menn ævintýra á hljóðritum Hallfreðs Arnar Eiríkssonar, Helgu Jóhanns -
dóttur, Jóns Samsonarsonar og fleiri safnara frá seinna skeiði 20. aldar,
varðveittum á þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum en Rósa hefur verið starfsmaður safnsins um árabil. Markmið rann-
sóknar Rósu er að skoða hvort og þá hvernig náttúrlegt og félagslegt
umhverfi átta sagnamanna endurspeglast í ævintýrunum sem þeir velja og
segja, og felst gildi rannsóknarinnar ekki síst í þeim nýju upplýsingum sem
hún veitir um áhrif einstaklingsbundinnar lífsreynslu, heimssýnar og stað -
bundins umhverfis íslenskra sagnaþula á sagnaval þeirra, flutning og mót-
un sagnasjóða. Skipulag bókarinnar ber nokkurn vott um ritgerðaruppruna
rannsóknarinnar, til dæmis hvað varðar umfangsmikla umfjöllun um
erlenda og innlenda rannsóknarsögu í fyrsta og öðrum hluta. Ágætlega hef-
ur þó tekist til við að koma ritgerðinni yfir á bókarform, og er frágangurinn
vandaður hvort sem litið er til uppsetningar, texta eða tilvísana til heimilda.
Auk rannsóknarinnar sjálfrar inniheldur bókin stuttan útdrátt á ensku og
umfangsmikinn viðauka sem birtir sögur sagnamannanna átta skrifaðar
orðrétt. Er mikill fengur í þessum viðauka þar sem um er að ræða það sem
kalla má ævintýri úr „yngri“ sagnahefð, þ.e. sögur hljóðritaðar á seinna
skeiði 20. aldar, en afar lítið hefur til þessa komið út á prenti af sögum frá
þessu tímabili.
Fyrsti og annar hluti bókarinnar innihalda samtals sex kafla og fjalla þeir
eins og áður sagði um erlenda og innlenda rannsóknarsögu þjóðsagna -
fræðanna. Eins og höfundur bendir sjálfur á í inngangi hafa rannsóknarsögu
ævintýra og sögumanna þeirra ekki verið gerð ítarleg skil áður á íslensku,
og þessi hluti bókarinnar er því nokkuð fyrirferðarmikill (bls. 14). Mesta
áherslu leggur Rósa þó á að rekja rannsóknir á sagnaþulum í öðrum kafla
bókarinnar, en hún byggir sjálf aðferðir sínar og nálgun að miklu leyti á
rannsóknaraðferðum mótuðum af ungverska þjóðfræðingnum Lindu Dégh
og fleiri ungverskum og rússneskum frumkvöðlum í rannsóknum á sagna-
skemmtunum og sagnaþulum. Þessir fræðimenn boðuðu brotthvarf frá fyrri
textamiðuðum áherslum í rannsóknum á munnmælasögum og lögðu þess
í stað áherslu á vettvangsrannsóknir og áhrif umhverfis, samfélags, lífssögu
og persónuleika sagnaþulanna á sagnaval og söguflutning þeirra (bls.
ritdómar 237
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 237