Saga - 2012, Side 238
29–39). Hvað rannsóknargögn Rósu varðar viðurkennir hún ákveðna ann-
marka á þeim, þar sem ekki er um að ræða efni fengið með vettvangs athug -
unum hennar sjálfrar heldur eldri upptökur annarra þjóð fræða safnara. Þetta
gerir það að verkum, að sögn Rósu, að í gögnin vantar ákveðnar upplýsing-
ar sem varða samhengi þeirra, svo sem um áheyrendahópa sagnamanna og
vettvang sagnaskemmtana, endurtekinn flutning þeirra á sögunum eða
hljóðritun á öllum þeim sögum sem sögumennirnir áttu í sagnasjóðum sín-
um (bls. 56). Rósa nær þó að mínu mati að fylla upp í hluta þessara eyða
með öflun annarra heimilda um sagnaþulina sína átta, og fyrir vikið tekst
henni að draga upp trúverðuga mynd af ævi þeirra og sagnaflutningi í
þriðja hluta bókarinnar. Þess ber að geta að sú sagnahefð sem rannsókn
Rósu beinist að er horfin í samtímanum og eru hljóðrit Árnastofnunar því
tvímælalaust bestu heimildirnar sem nú er völ á til rannsókna á þeim þáttum
sem spurningar Rósu beinast að.
Þriðji hluti bókarinnar nefnist „Sagnafólkið og sögurnar“ og inniheldur
hina eiginlegu rannsókn Rósu í þremur köflum. Í fyrsta kaflanum, „Efnisval
og aðferðir“, er umræðan ítarleg sem áður og heimildaúrvinnsla góð, en
kannski farið um heldur víðan völl í umfjöllun um heimildir og gögn, hug-
tök, aðferðir og kenningar. Hér hefði hugsanlega verið til bóta að hafa niður-
lagskafla sem dregið hefði saman á hnitmiðaðan hátt forsendurnar fyrir vali
sagnamanna annars vegar og þær kenningar og aðferðir sem gengið var út
frá við rannsóknina hins vegar. Hvað varðar hið fyrrnefnda fer Rósa í stuttu
máli þá leið að velja þá einstaklinga sem flest ævintýri eiga í hljóðritum
Árnastofnunar, en þó að því tilskildu að þeir segi eina eða fleiri sögur sem
flokkast til undraævintýra í kerfi Aarne og Thompson eða Uther (AT/ ATU
300-749) (bls. 63–69).
Í umræðunni um túlkun er talsverðu rými varið í að rekja kosti og galla
kenninga og aðferða undir áhrifum frá sálfræði, sálgreiningu og félagssögu
við túlkun skrifaðra ævintýra; í þeirri umræðu vegur doktorsrannsókn
danska þjóðfræðingsins Bengt Holbeks, Interpretation of Fairy Tales (1987),
þungt. Í henni setti Holbek meðal annars fram þá hugmynd að „táknmál
ævintýranna feli í sér tilfinningaleg mót af persónum, fyrirbærum og
atburð um í raunverulegum heimi, sett saman í formgerð skáldaðrar at -
burða rásar sem geri sagnaþulnum kleift að tjá sig um vandamál, vonir og
hugsjónir samfélagsins“ (bls. 74; sbr. Holbek 1987: 435). Rósa gagnrýnir
Holbek meðal annars fyrir að falla í sömu gryfju og margir fyrirrennarar
hans sem einnig unnu með skrifuð ævintýri, þ.e. að túlka texta þeirra
almennt fremur en út frá sagnafólkinu — þvert á yfirlýstan tilgang sinn (bls.
75). Er þessi gagnrýni Rósu réttmæt að mínu mati sem og sú niðurstaða
hennar að ef finna eigi merkingu ævintýra sé nauðsynlegt að þekkja ævi og
umhverfi sagnafólksins sem segir þau (bls. 78–80). Í ljósi þess hversu áhrifa-
mikil kenning og rannsókn Holbeks er í norðurevrópskri þjóðsagnafræði,
og miðað við það rými sem hún fær í umræðunni í kaflanum, hefði þó hugs-
ritdómar238
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 238