Saga - 2012, Side 241
Atli Magnús Seelow, Die moderne Architektur in Island in der ersten Hälfte
des 20. Jahrhunderts. Transferprozesse zwischen Adaption und Verfremdung.
Verlag für moderne Kunst. Nürnberg 2011. 446 bls. 442 myndir.
Þetta er ein þeirra bóka um íslensk efni sem út komu í Þýskalandi á síðasta
ári í tengslum við bókakaupstefnuna í Frankfurt, þar sem Ísland var
heiðursgestur. (Verkefnið „Sagenhaftes Island“, sem hélt utan um þátttöku
Íslands í Frankfurt, er meðal styrktaraðila verksins; hins vegar finn ég þess
ekki getið í blaðafréttum af bókastefnunni né á vef verkefnisins, http://
www.sagenhaftes-island.is.) Bókin er doktorsritgerð í byggingarlist frá
tækniháskólanum í München 2009, en var endurskoðuð til útgáfu og bætt
við hana gríðarmiklum myndakosti, bæði ljósmyndum og uppdráttum (sem
hefur tekist að gefa merkilega samræmt yfirbragð). Hún er doðrantur (2,5
kg) í stóru broti og lesmálið mikið þótt texti Atla sé gagnorður, jafnvel
samþjappaður. Hann fjallar um byggingarlist á Íslandi á fyrri hluta 20. ald-
ar, með töluverðri forsögu (minna farið fram yfir 1950); áherslan er mest á
Reykjavík, a.m.k. hvað íbúðarhús varðar. Þrennt má kalla meginþræði
verksins: hvernig Íslendingar tileinka sér viðurkennda evrópska bygging-
arlist, hvernig þeir leitast við að gefa henni þjóðlegt inntak og hvernig þeir
bregðast við módernismanum í greininni. Þessa sögu rekur Atli mjög ræki-
lega, m.a. út frá verkum og viðhorfum 27 arkitekta og annarra byggingar-
frömuða. Hann tekur afstöðu til fyrri rannsókna (einkum Harðar Ágústs-
sonar), greinir erlend áhrif (m.a. muninn á norrænum áhrifum og þýskum)
og bendir á fyrirmyndir einstakra bygginga.
Þótt meginefnið sé stíl- eða listasaga, merkileg út af fyrir sig eða til sam-
anburðar við stefnur og strauma í myndlist og bókmenntum, er ekki síður
áhugavert fyrir lesendur Sögu hve rækilega Atli vinnur úr sagnfræðiritum
og samtímaheimildum, tengir efni sitt við skipulagsmál, húsnæðismál og
tæknisögu (ekki aðeins byggingartækni heldur einnig atriði eins og hvernig
Gasstöðin ýtti undir malbikun í Reykjavík með því að framleiða tjöru sem
aukaafurð) og rekur umræðu um einstakar byggingarframkvæmdir, líka að
því leyti sem þær snúast um fjármál eða flokkadeilur. Þannig fær lesandi
t.d. glöggar upplýsingar um alla pólitíkina kringum verk Guðjóns Samúels -
sonar og framlag Jónasar frá Hriflu til þeirrar umræðu.
Nú er langt frá því að ég geti dæmt um þetta verk sem neins konar
sérfræðingur. Ég held að eina söguefni Atla sem hef kynnt mér að einhverju
gagni á síðari árum sé Teiknistofa landbúnaðarins, en hjá henni störfuðu
R ITFREGNIR
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 241