Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 5
Stefán Jónsson:
Sagfíi og* öniefni
I. Bólstaður í Álítaíirði
Sumarið 1920, fyrsta sumarið sem ég var í Stykkishólmi, átti
ég leið inn á Skógarströnd. Erindið var að hitta frænda minn
sr. Þorstein Kristjánsson, sem þá var þjónandi prestur á Skógar-
strönd og sat á Breiðabólsstað. — Leiðin liggur sem kunnugt er
um Þórsnes, um innanverða Helgafellssveit, hjá Saurum, Svelgsá
og Hrísum inn í kringum Alftafjörð.
Erindið var, eins og fyrr er sagt, að finna sr. Þorstein, en aðal
tilgangur ferðarinnar var þó sá, að sjá og kynnast sögulegri, fag-
urri byggð, og þræða þær leiðir, er mér voru áður kunnar úr
Eyrbyggju. Ferðafélagi minn var, vinur minn og skólabróðir,
Guðmundur Guðjónsson, kennari á Saurum.
Leið okkar lá meðfram túninu á Svelgsá, en þar bjó og býr
enn Guðbrandur hreppstjóri Sigurðsson.
Þótt þjóðleiðin liggi ofan við túnið, mun það fágætt, að ferða-
menn ríði þar hjá garði, enda heimilið héraðsfrægt fyrir rausn og
höfðingsbrag. Við félagar fórum að dæmi annarra og riðum þar
ei hjá garði.
Húsbóndinn var heima og tók okkur tveim höndum. Hófust
þegar umræður um sögur og sögustaði. Eg var nýkominn í hérað-
ið og þyrstur í að fræðast um örnefni og sögustaði. Ekki man ég
hve lengi við sátum og ræddum um liðna tímann og sögulega
atburði, en þegar við héldum af stað, tók Guðbrandur hnakk sinn
og hest og ákvað að fylgja okkur inn í Álftafjörð.
Þetta var síðla í júnímánuði. Veður var fagurt, logn og heið-
ríkja, og útsýn fögur og heillandi. — Það yrði langt mál að nefna