Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
Um Jörfagleðina segir Ólafur Davíðsson meðal annars þetta:
„Jörfagleðin mun hafa verið einna orðlögðust gleði á ís-
landi og fjölmennust, því að hana sótti ekki aðeins fólk úr
öllum Breiðafjarðardölum, heldur og utan af Skógarströnd
og vestan yfir Rauðamelsheiði. Sagt er, að ungir menn og
konur hafi ekki viljað ráða sig í vistir hjá bændunum,
nema með því skilyrði, að þeim væri heimilt að fara til
gleðinnar, viðlíka og vinnukonur í sveitum hafa nú stund-
um sett skilyrði að fá að fara í kaupstað á sumrin og ríða
í réttir á haustin.“
í nyjum félagsritum 1842, er grein „um Alþing“ eftir Konráð
Maurer. Þar segir svo í skýringargrein neðanmáls:
„Gleðirnar voru alltíðar skemmtanir á íslandi á miðöldum.
Þar voru haldnir leikar ýmsir og dansar og víkivakar, og er
ekki fátt til enn af kvæðum þeim, sem kveðin voru og dans-
að var eftir. Stundum kváðust konur og karlar á vísur, og
margt annað var haft til skemmtunar, en ekki er því að
leyna, að stundum fór óskipulega fram og einkum viðbrugð-
ið hinni svokölluðu Jörfagleði (á Jörfa í Haukadal í Breiða-
fjarðardölum). Er sagt að 19 börn hafi komið þar undir í
einni „gleði“, enda var það hin síðasta, því að Jón Magnús-
son, sem þá var lögsagnari í Dölum, bróðir Árna Magnús-
sonar, dæmdi af gleðirnar með öllu (1708), en Birni Jónssyni
hafði ekki tekizt að afmá Jörfagleðina að fullu (1695). Mælt
er að prestar hafi gengið hart að, að iitrýma gleðinni, og
er það samkvæmt annarri stjórn þeirra, að kasta út barn-
inu með lauginni, — banna gleðina, — af því að þeir kunnu
ekki eða nenntu ekki að stýra henni, svo að hún væri hæfi-
leg. — Á Færeyjum og í Noregi haldast gleðirnar við enn,
og allar siðaðar þjóðir láta sér annt um að halda við og
glæða smekk alþýðu á saklausri og fagri (cic) skemmtun,
því að þær viðurkenni, að það kveiki og glæði fjör og
atorku, en skemmtanaleysi olli deyfðar (cic) og kjarkleysis
til allra nytsamlegra starfa---
Það er annars eftirtektarvert, að Jón Magnússon, sem
dæmdi af Jörfagleði, var hinn mesti kvennamaður, missti