Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 45
breiðfirðingur
43
landbúnaðinn, sem orkað hefur á hugi fólksins, að því fannst af-
komu sinni betur borgið við önnur störf. Þar hafa ráðandi stefnur
oft brugðizt skyldu sinni, því það er samfélagsins að marka svo
stefnur í atvinnmnálunum á hverjum tíma að nauðsynlegt jafn-
vægi verði um búsetu fólksins í landinu, svo að náttúrugæði
landsins verði notuð á sem hagfelldastan hátt.
Það er víðar pottur brotinn í þessum efnum en hér á landi.
Þetta hefur verið vandamál flestra þjóða Evrópu. Iðnbyltingin
var í mörgum löndum byrjunarástæða. I byrjun 19. aldar voru
aðeins 21 borg með hærri íbúatölu en 100.000 manns. Arið 1900
voru þær 148 og íbúatala þeirra var komin úr 4,7 milljónir í
40 milljónir. Þessi þróun hefur haldið áfram ört vaxandi á síð-
ustu 50 árum. Þetta er nú að verða að yandamáli í okkar landi.
Sagan endurtekur sig. Það sem hefur skeð í þessum málefnum
hér á landi á fyrsta helmingi þessarar aldar hófst hjá öðrum þjóð-
um fyrir 100—150 árum síðan.
Byggðaraukning í sveitum og efling landbúnaðarins er ekki
fyrst og fremst nauðsvnleg vegna þeirra, sem ennþá erja land-
ið í sveitum landsins.
Landbúnaður yfirstandandi tíma befur ekki aðeins það hlut-
verk að framfæra þá sem við hann vinna. Þessi atvinnuvegur
er þjónusta við samfélagið. Hennar markmið er, að fullnægja
þörfum samborgaranna um ákveðnar lífsnauðsynjar. Framleiðsla
hráefna landbúnaðarins eykur atvinnumöguleika í iðnaði og
verzlun. Hann stefnir að því marki að haga framleiðslu sinni
þannig, að hann geti í framtíðinni aukið gjaldeyristekjur þjóðar-
innar. Þó er eitt ótalið enn og það er, að í stofnframkvæmdum
landbúnaðarins felst markviss uppbyggingarstarfsemi, sem eyk-
ur framleiðslugildi þess lands, sem tekið er undir byggð. Arang-
urs af því starfi, hljóta þær kynslóðir, er landið byggja í fram-
tíðinni.