Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 58
56
BREIÐFIBÐINGUR
Eskiholti á Mýrum, en Oddur bóndi Tómasson í Eskiholti
hafði verið mikill vinur Daða í Snóksdal, og hafði Daði gefið
Bjarna fé til giftumála við Sigríði. Sonur þeirra Bjarna og Sig-
ríðar var Daði, er auðvitað hét eftir Daða í Snóksdal og fæddur
var þrem árum eftir lát hans 1566. Hann kvæntist Arnfríði
dóttur Benedikts Halldórssonar á Möðruvöllum hins ríka, Bene-
diktssonar á Helgastöðum. Börn þeirra dóu ung, nema Sigríður,
er giftist Birni sýslumanni í Bæ á Rauðasandi, Magnússonar prúða
í Ögri. Sigríður dó á undan foreldrum sínum, en Eggert sonur
þeirra Björns erfði afa sinn, Daða á Skarði. Setti hann búnað
sinn á Skarði, og kvæntist Valgerði dóttur Gísla lögmanns Há-
konarsonar í Bræðratungu. Var þá Kristín systir hennar heitin
Eggert. En er leið að brúðkaupi þeirra, bað Þorlákur biskup
Skúlason hennar, og samdi þá Gísli lögmaður við Eggert um að
hann fengi Valgerðar, og biði ögn eftir þroska hennar, því að þá
var hún enn í æsku. Synir Eggerts og Valgerðar dóu ungir, en Arn-
fríður dóttir þeirra fékk Skarð og giftist Þorsteini syni Þórðar
prests Jónssonar í Hítardal. Þorsteinn var hinn merkasti maður,
en sneiddi hjá veraldarvafstri og vildi engu embætti bindast. Þor-
steinn og Arnfríður áttu fjórar dætur, og tók Elín við Skarði.
Hún giftist Bjarna sýslumanni Péturssyni á Staðarhóli, af ætt
Staðarhóls-Páls Jónssonar frá Svalbarði. Er margt manna af þeim
komið. Eggert sonur þeirra tók við búinu á Skarði og kvæntist
Ragnheiði dóttur Þórðar Oddssonar á Völlum í Svarfaðardal.
Dóttir Eggerts á Skarði og Ragnheiðar var Ragnhildur. Hún
giftist Magnúsi sýslumanni Ketilssyni í Búðardal á Skarðsströnd
og erfði hún Skarð, en eigi bjó Magnús þar Ketilsson. Sonur
Jieirra var Skúli, er kallaði sig Magnúsen og bjó á Skarði og var
sýslumaður í Dalasýslu. Kona hans var Kristín Bogadóttir frá
Hrappsey, og hafði hún áður átt Þórð prest Ólafsson í Skarðs-
þingum. Sonur þeirra var Kristján Magnúsen. Plann varð sýslu-
maður í Snæfellsnessýslu og síðar í Dalasýslu og bjó á Skarði.
Kona hans var Ingibjörg dóttir Ebenesers sýslumanns í Hjarðar-
dal, og var Ebeneser sonur Þorsteins prests á Skinnastöðum, Jóns-
sonar, og bróðir Skíða-Gunnars, er fjölmenn ætt er frá komin í
Múlaþingi og víðar. Kristján var sæmdur kammerráðsnafnbót