Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 58

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 58
56 BREIÐFIBÐINGUR Eskiholti á Mýrum, en Oddur bóndi Tómasson í Eskiholti hafði verið mikill vinur Daða í Snóksdal, og hafði Daði gefið Bjarna fé til giftumála við Sigríði. Sonur þeirra Bjarna og Sig- ríðar var Daði, er auðvitað hét eftir Daða í Snóksdal og fæddur var þrem árum eftir lát hans 1566. Hann kvæntist Arnfríði dóttur Benedikts Halldórssonar á Möðruvöllum hins ríka, Bene- diktssonar á Helgastöðum. Börn þeirra dóu ung, nema Sigríður, er giftist Birni sýslumanni í Bæ á Rauðasandi, Magnússonar prúða í Ögri. Sigríður dó á undan foreldrum sínum, en Eggert sonur þeirra Björns erfði afa sinn, Daða á Skarði. Setti hann búnað sinn á Skarði, og kvæntist Valgerði dóttur Gísla lögmanns Há- konarsonar í Bræðratungu. Var þá Kristín systir hennar heitin Eggert. En er leið að brúðkaupi þeirra, bað Þorlákur biskup Skúlason hennar, og samdi þá Gísli lögmaður við Eggert um að hann fengi Valgerðar, og biði ögn eftir þroska hennar, því að þá var hún enn í æsku. Synir Eggerts og Valgerðar dóu ungir, en Arn- fríður dóttir þeirra fékk Skarð og giftist Þorsteini syni Þórðar prests Jónssonar í Hítardal. Þorsteinn var hinn merkasti maður, en sneiddi hjá veraldarvafstri og vildi engu embætti bindast. Þor- steinn og Arnfríður áttu fjórar dætur, og tók Elín við Skarði. Hún giftist Bjarna sýslumanni Péturssyni á Staðarhóli, af ætt Staðarhóls-Páls Jónssonar frá Svalbarði. Er margt manna af þeim komið. Eggert sonur þeirra tók við búinu á Skarði og kvæntist Ragnheiði dóttur Þórðar Oddssonar á Völlum í Svarfaðardal. Dóttir Eggerts á Skarði og Ragnheiðar var Ragnhildur. Hún giftist Magnúsi sýslumanni Ketilssyni í Búðardal á Skarðsströnd og erfði hún Skarð, en eigi bjó Magnús þar Ketilsson. Sonur Jieirra var Skúli, er kallaði sig Magnúsen og bjó á Skarði og var sýslumaður í Dalasýslu. Kona hans var Kristín Bogadóttir frá Hrappsey, og hafði hún áður átt Þórð prest Ólafsson í Skarðs- þingum. Sonur þeirra var Kristján Magnúsen. Plann varð sýslu- maður í Snæfellsnessýslu og síðar í Dalasýslu og bjó á Skarði. Kona hans var Ingibjörg dóttir Ebenesers sýslumanns í Hjarðar- dal, og var Ebeneser sonur Þorsteins prests á Skinnastöðum, Jóns- sonar, og bróðir Skíða-Gunnars, er fjölmenn ætt er frá komin í Múlaþingi og víðar. Kristján var sæmdur kammerráðsnafnbót
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.