Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 113
BREIÐFIKÐINGUR
111
Jólatrésskemmtanir voru haldnar bæði árin fyrir börn félags-
fólks.
Skemmtun fyrir Breiðfirðinga 60 ára og eldri var haldin á upp-
stigningardag bæði árin, svo sem undanfarin ár. Var þar drukkið
kaffi, ræður fluttar, kvikmyndir sýndar, lesnar upp sögur og ljóð,
sungið og kveðið, rabbað óspart saman, spurt frétta og ekki sízt
rifjaðar upp gamlar stundir heiman úr átthögunum.
Kvöldvökur voru haldnar á skírdag bæði árin með ýmsum
skemmtiatriðum öðrum en dansi. Seinna árið var sá háttur hafður
á samkomunni að hún átti að tákna fyrirmyndarheimili, með hús-
ráðendum, börnum þeirra og hjúum. Sat kvenfólkið þar með
sauma sína og prjóna en karlmennirnir höfðust hitt og annað að,
til heimilisþarfa skulum við segja, en aðrir spiluðu á spil. Sungið
var þarna mikið og þurfti ekki að furða sig á því, þar sem Breið-
firðingakórinn sá um kvöldvökuna, síðara árið. A skemmtunum
þessum komu líka fram margir hagyrðingar sem köstuðu vísu-
hendingum hver til annars. Fyrirkomulag kveðskaparins var þann-
ig að sami hagyrðingurinn sem botnaði vísu hins sendi frá sér
vísuhendingar til þess næsta. Urðu þarna til margar vísur með
greiðum og góðum botnum, til mikillar ánægju fyrir alla er sam-
komurnar sóttu, hvort heldur þeir voru hagyrðingar eða hlust-
endur.
Kvöldvökur hélt félagið í ríkisútvarpinu bæði árin. Þar flutti
formaður ávarp, Stefán Jónsson, námsstjóri, Kristján Hjaltason,
kennari og Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri, ræður, frú Ragnhildur
Asgeirsdóttir, séra Jón Thorarensen og frú Guðbjörg Vigfúsdótt-
ir, lásu upp sögur og ljóð, Óskar Clausen, rithöfundur, flutti
frásöguþátt eftir sjálfan sig, Jens Hermannsson, kennari, flutti
frumort kvæði, Kvartettinn Leikbræður og Breiðfirðingakórinn
sungu, undir stjórn Gunnars Sigurgeirssonar, píanóleikara. Breið-
firðingafélagið er þakklátt útvarpsráði fyrir þá fyrirgreiðslu að fá
að annast kvöldvökur í útvarpinu. Hefur stjórn félagsins fengið
margar þakkir fyrir kvöldvökur þessar. Sérstaklega úr héruðunum
heima við Breiðafjörð.
Breiðfirðingamót sem átti að halda á vegum félagsins fyiTa ár-
ið, fórst fyrir. En tíu ára afmælisfagnaður var haldinn 20. nóv.