Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 40
38
BREIÐFIRÐINGUB
og fiskimiðin við strendur landsins, því þó fólkstalan sé enginn
mælikvarði á hvað þessir atvinnuvegir framleiða fyrr og nú, þá
er þess þó að gæta að þeir grundvalla lífsafkomuna í landinu á
hverjum tíma, og þjóðin hefir ekki ráð á að afrækja þá mögu-
leika er þeir fela í sér.
Árið 1890 er íbúatala landsins 70.927. Af þeirri fólkstölu var
í sveitum og smærri þorpum 63.075 manns. Landbúnaðurinn
framfærði af þeirri fólkstölu 45.393. Árið 1949 eru landsmenn
141.042. Af þeiri fólkstölu eru búsettir í sveitum og smærri
þorpum 40.916 mans, eða sem næst 29% af þjóðinni.
Atvinnuskiptingú í árslok 1949 höfum við ekki, en í árslok 1940
var tala þeirra sem framfærðir voru af landbúnaði 37.123. Það
má því segja að á síðustu 60 árum hefur skeð atvinnubylting í
þjóðlífi okkar, þar sem þjóðin hverfur frá landbúnaðinum til
annarra atvinnuvega að mjög miklu leyti, því að fyrir utan þá
fólksaukningu, sem orðið hefir á þessu tímabilí, þá hafa kaup-
staðir og kauptún, dregið til sín rúmlega 22 þúsund manns af
þeim fólksstofni, sem byggði sveitirnar laust fyrir aldamótin.
Þegar þetta atriði er athugað nánar, þá sést að breytingar á bú-
setu fólksins verða mestar á þeim árum sem hinar tvær heims-
styraldir standa yfir, er áttu sér stað á þessu tímabili. Til þess
að skýra þetta nokkru nánar skal þess getið að á 10 ára tíma-
bilinu 1940—1949 að báðum þeim árum meðtöldum fjölgar lands-
mönnum um 19568 manns. Á sama tíma fækkar í sveitum um
7822. Hinir stærri bæir og kaupstaðir hafa aukið fólkstölu sína
á þessu tímabili um 27390 manns. Þar af kemur í hlut Reykja-
víkur 13440 manns. Hitt skiptist á aðra kaupstaði og kauptún.
Fækkun fólksins í sveitum nær hámarkstölu á árunum 1946—47.
Þá fækkar þar um 1320 manns, næstmest er fækkunin 1943—44.
Þá nemur hún 1262. Það er fyrst á árinu 1949, sem nokkur stöðv-
un kemst á burtflutning fólks úr sveitum. Það ár fjölgar fólki þar
um 605 manns, en það svarar þó ekki að fullu til þess að þeir,
sem í sveitum fæddust það ár umfram dána, hafi staðnæmzt
þar. Það ár nam fólksaukningin í öllu landinu 2540 manns og af
því kom á sveitirnar 29% eða 737 manns. Þegar aðeins er talið
það fólk sem býr í sveitunum sjálfum, er tala þess lægri en hér