Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 56
54
BREIÐFIRÐIN GUK
í annan tíma hirðstjóri. Var hann í Grundarbardaga með Smið
Andréssyni, og þótti veita honum slælega, en þeir hafa eflaust
verið frændur, Smiður og hann, og nálega allir Smiðsmenn Skarð-
verjar, en Jón langur Kolbeinsson verið kvæntur systur þeirra
Andréssona, Smiðs og Bótólfs, fyrr hirðstjóra, Andréssonar. Hef-
ur veldi Skarðverja þá verið mest í landinu og eigi öfundlaust,
sem fram kom á Grund 1362. Ormur bjó lengi á Skarði, og synir
hans voru Guttormur í Þykkvaskógi, veginn 1381, og Guðmund-
ur. Arið 1385 gerast þeir uppvöðulsmenn Skarðverjar, sennilega
vegna dráps Guttorms, og drepa Þórð Jónsson í Reykholti. Stóðu
að því Guðmundur sonur Orms og Eiríkur, er telja má að sé
sonur Guðmundar Snorrasonar, er drukknaði 1354. Fylgdi Ormur
að þeim málum, en þeir Skarðverjar settu mjög ofan af þeim
sökum. Varð Eiríkur að vísu hirðstjóri 1387, en var drepinn árið
eftir, og hefur þar endurtekizt saga Smiðs Andréssonar, en eng-
inn veit með hverjum hætti eða hvar. Guðmundur sonur Orms
hvarf um nótt í Færeyjum hið sama ár og Eiríkur var drepinn.
og með undarlegum hætti. Ormur Snorrason lifði fram yfir alda-
mót 1400, en þá orðinn örvasa og hafði gefið umboð á fé sínu
Ólafi Guðmundssyni bróðursyni sínum. Er nú ekki fyllilega
ljóst, hvað um Skarð verður, en á þessum eða næsta tíma virðist
Loftur ríki eignast það. Hann er talinn vera sonur Guttorms,
sem veginn var 1381, en eldri fræði hafa talið hann son Gutt-
orms Ornólfssonar, en það er sennilega Skarðverjaætt, sem að
honum stendur, samanber Guttormsnafnið. Líklegt er, að Loft-
ur hafi keypt Skarð, og ekki býr hann þar sjálfur, og mun jörð-
in hafa verið í ábúð einhvers manns af Skarðverjaætt meðan
Loftur ríki átti hana, og hefur svo verið í full 30 ár. Ólöf, dóttir
Lofts ríka, erfir jörðina, og hefur sennilega sett þar bú áður
en hún gifti.st, haft ráðsmann og friðil, sem í sögum hermir, unz
hún giftist Birni syni Þorleifs Arnasonar og Vatnsfjarðar-Kristín-
ar. Hefur hún verið svo rík, að ekkert annað gjaforð var henni
jafnræði, og hefur gifting hennar og Björns eigi orðið fyrr en
um 1440, því Björn mun eigi fæddur fyrr en Björn Einarsson
Jórsalafari, afi hans, er andaður, 1415. Björn Þorleifsson var hirð-
stjóri Dana á íslandi, og var drepinn í Rifi á Snæfellsnesi í