Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 105
BREIÐFIRÐINGUR
103
að land það, er sá á í korni, sé til snemma vors, og jarðvinnsl-
an þurfi ekki að tefja sáningu úr hófi fram. Ekki þarf að óttast
vorkuldana, því að þá þolir nýsáð korn betur en margur annar
gróður. — Korn verður ekki ræktað, án þess að hafa góð tæki
og vélar. Með samtökum um jarðvinnslu, útvegun útsæðis, áburð-
ar, sáningu og völtun, má koma kornrækt í framkvæmd. Til jarð-
vinnslu þarf ekki önnur tæki né vélar, en dráttarvél, plóg og
herfi, sem til er í hverri sveit og sýslu. Sáning með vélum er bezt,
en líka framkvæmanleg með áburðardreifara, eða með berum
höndum. Uppskeruvinna þarf að vinnast með vélum — sjálf-
bindara. Þurrkun kornstangar og korns er oftast auðveld á þann
hátt að nota stakka-aðferðina, sem hefur verið reynd hér um
nær 3 áratugi. Þresking þarf að vera gerð með þreskivélum. Vél-
ar til kornyrkju, að undanskildum jarðvinnslutækjmn, kosta nú
10—12 þúsund krónur, auk myllu, eitt þúsund til tvö þúsund
krónur eftir stærð. Því næst þarf skýli eða einhver húsakynni til
að geyma óþreskt korn og eins eftir þreskingu. Hálm má geyma
úti yfirbreiddan eins og hey. Hálmur er nothæft fóður í allar
skepnur. —
Kornyrkju verður vart komið á hjá bændum án samtaka, eins
og ég hef hér áður nefnt. Ef um 12—15 þúsund krónu útgjöld
væri að ræða, þá gætu 4—5 bændur velt því hlassi, en þær vélar,
sem ég hef Uefnt hér, gætu 4—5 bændur notað í félagi, og hjálpað
hver öðrum. Hin veðurfarslegu skilyrði eru til staðar í flestum
árum víðast hvar á Islandi, en það vantar betri skilning á fram-
kvæmd og gildi kornræktar en almennt er fyrir hendi. — Það
er eflaust hálfrar aldar verk, að breyta til frá einhliða grasrækt
að nokkru leyti til akuryrkju-búskapar.“
Þannig farast tilraunastjóranum orð og það er trú hans og
sannfæring, að kornyrkja eigi mikla framtíð hér á íslandi, víða
um byggðir landsins. Ritgerð lians um „Fóðurjurtir og korn“
1945, fæst hjá Búnaðarfélagi íslands.
BJÖRGUNARAFREKIÐ VIÐ LÁTRABJARG.
Rismesta hetjusaga, sem gerzt hefur við Breiðafjörð á síðustu
öldum, er björgunarafrekið við Látrabjarg. Þessi saga um hetju-