Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 92
90
BREIÐFIBÐINGUR
jafnvel þótt aldrei hafi sést áður, er eins og maður hitti gamlan
vin. Svona eru átthagaböndin sterk. Það er til fólk, sem álítur,
að þeir sem hafi gerzt það lítilfjörlegir að yfirgefa þessar dá-
sömuðu æskustöðvar, séu oft og tíðum að hræsna, þegar þeir
tala um eða láta í Ijós hlýleik sinn til þeirra. Þetta er ekki rétt
ályktað. Það geta margar ástæður legið til þess að ungt fólk yfir-
gefi þá staði, sem það vill gjarnan geta lifað á. Þótt því þyki vænt
um einhvern stað og vildi vera þar, getur annar boðið upp á
meiri afkomumöguleika en hinn, og oftast eru það afkomumögu-
leikarnir, sem sitja í fyrirrúmi eftir að út í lífið er komið. Æsku-
félagi minn, Jens Hermannsson, kennari, sendi Breiðfirðingafé-
laginu kvæði á árshátíð þess 1946. Þar segir hann um minning-
arnar frá æskustöðvunum.
Upp úr mistri minninganna
markar fyrir töfrasýn,
þar sem heimur hillinganna
hugaraugum vorum skín.
Þar sem óskalöndin liggja
lífið allt er fullkomnað.
Fegra er engum fært að byggja.
Fegra er ekkert land en það.
Og ennfremur segir hann um auðlegð örnefnanna. .
Allt frá Bjargi að Bárðarkistu
brosa nöfnin töfrafríð:
Flatey, Hagi, Hjarðarbrekkur,
Helgafell og Barmahlíð.
Akureyjar, Ólafseyjar,
Æðarsker og Staðarhóll.
Klungurbrekka, Kvennahrekka,
Kollabúðir, Ingjaldshóll.
Og að lokum bendir hann á, að þessar eigur okkar við Breiða-