Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 112
Breiðfirðingnfélngið
í 6.-7. hefti jBreiðfirðings gat ég nokkuð ítarlega starfsemi
Breiðfirðingafélagsins í samræmi við skýrslu þá er ég flutti á
aðalfundi þess 12. febrúar 1948. Skal nú hér að nokkru minnst
þess er félagið hefur aðhafzt á tímabilinu frá þeim aðalfundi til
aðalfundarins 7V febrúar 1950, sem er þá tveggja ára tímabil í
ævi þess.
STJÓRNIN
Stjórn félagsins hafa skipað bæði árin Sigurður Hólmsteinn
Jónsson, formaður, Guðmundur Einarsson, varaformaður, séra
Asgeir Asgeirsson, ritari, Stefán Jónsson, aðstoðarritari, Guðbjörn
Jakobsson, gjaldkeri, Bergsveinn Jónsson, aðstoðargjaldkeri, Ól-
afur Jóhannesson, stjórnarfulltrúi, en fyrsta árið þar að auki:
Ólafur Þórarinsson, aðstoðargjaldkeri, Snæbjörn G. Jónsson, stjórn
arfulltrúi, Jóhannes Ólafsson, stjórnarfulltrúi, og ennfremur síð-
ara árið: Hermann Jónsson, aðstoðargjaldkeri, Jens Hermanns-
son, stjórnarfulltrúi, Filippia Blöndal, stjórnarfulltrúi.
FUNDIR
Félagsfundir voru haldnir 7 hvort árið eða 14 alls bæði árin.
Stjórnarfundir voru haldnir 17 fyrra árið en 16 hið síðara eða
33 bæði árin. A þeim voru rædd öll mál er athafnir félagsins varð-
ar.
SKEMMTISAMKOMUR OG FERÐALÖG
Fyrsta árið voru haldin 5 spilakvöld og síðara árið 4. Alls 9
bæði árin. Á þeim var spiluð félagsvist með verðlaunaveitingum,
kvikmyndir sem félagið hefur látið gera heima í átthögunum við
Breiðafjörð sýndar, sungið og dansað.