Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 78
Litið jffir D«li
Sóhiafir glitra um Sauðafell og Dali
sígur að hausti, úr fjalli rennur smali,
Hrútar og sauðir, hijrndar ær og lömhin
haddur er hvítur, mörftdl bungar vömbin.
Hirt eru tún og töður undir þaki.
Tel ég nú vetur, Dalamenn ei saki.
Súrhey í gryfju, á síld má ekki trúa,
Svona eiga htjggnir einyrkjar að búa.
Brátt mun sá leiði löstur undan „flúa“
sem löngum þann hittir, er ekki kann að búa.
Búfé í sveltu er bylur húsin skekur,
bjórþunnar skjátur seint ef snjóa tekur.
Búvélar skulu byrgðar inni og hirtar
búandamenn og húsfreyjurnar virtar.
Gómsætur rjómi, gerla fá skal mjólkin.
Gulbleikur ostur — lirein og drifhvít tólkin.
Búsáhöld fægð og byttur allar lireinar,
blómskrúð í glugga, úti stinnar greinar.
Heimilið allt um hreinleik beri vottinn,
hraðgengar vélar annist fataþvottinn.
Lögn skal frá fossi lýsa bæ og hlöðu
létta undir störf og þttrrka blauta töðu,
vefstólinn reka, vinna og prjóna bandið,
vellina slétta, plægja og herfa landið.
Blessist um aldir byggðin Olafs fríða,
btjlin sín megi synir hennar prýða.
Menningin vaxi, og móða korns um velli.
A margþættan búskap sólin geislum helli.
Ólafur Jónsson frá Elliðaey.