Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 61
bbeiðfirðingur
59
hann fékk lausn frá prestsskap 15. apríl 1946, vegna heilsubil-
unar.
Séra Þorsteinn var mikill gáfumaður og fjölhæfur. Námsferill
hans var hinn glæsilegasti og brátt fékk hann orð á sig fyrir frá-
bæra prédikunarhæfileika, er hann gerðist prestur. Hann var
innilegur trúmaður og báru ræður hans og öll framkoma hans í
prestsstarfinu þess ljóst vitni. Hann var góður sálusorgari og al-
vörumaður svo mikill í allri framkomu sinni, að honum var sér-
lega sýnt um huggun sjúkra og sorgmæddra. Hann ávann sér
því strax svo mikið álit og traust hjá söfnuðum sínum, að þeir
vildu hver um annan ekki af honum sjá. Það var vegna eindreg-
inna og almennra áskorana frá sóknarmönnum í Grundarþing-
um, að hann tók aftur umsókn sína um Garða á Alftanesi, er hann
sótti um eftir lát séra Jens, en um þá sótti hann meðfram fyrir til-
mæli fyrrv. sóknarbarna sinna á Alftanesi og í Hafnarfirði, þar sem
hann hafði þjónað sem aðstoðarprestur í 2 ár. Hann var einnig
mikilsmetinn innan prestastéttarinnar og naut mikils trausts hjá
kirkjulegum yfirvöldum. Arið 1923 var hann kosinn í útgáfunefnd
að „Hundrað hugvekjum“. I kirkjumálanefnd var hann kosinn
1929 og kirkjuráð 1932. Hann var einn af forgöngumönnum að
stofnun Hallgrímsdeildar í Prestafélagi íslands, fyrsti formaður
hennar og árlega endurkosinn formaður hennar á meðan hann
naut fullrar heilsu, en kosinn lieiðursformaður, er hann varð að
láta af störfum, er heilsuna þraut. Prófastur í Borgarfjarðarpró-
fastsdæmi var hann kosinn og skipaður 1931, er séra Einar heit.
Thorlacius lét af prófastsstörfum. Við síðustu biskupskosningar
fékk hann mörg atkvæði og var af mörgum talinn standa nærri
kjöri, ef pólitík hefði þar ekki komið til greina. Hann lagði mikla
stnnd á að kynna sér íslenzkan sálmakveðskap að fornu og nýju
og var langt kominn með að fullsemja vísindalegt rit um þau
efni. Hann ritaði einnig margt í blöð og tímarit.
Það kom mönnum nokkuð á óvart, er séra Þorsteinn var skip-
aður atvinnu- og samgöngumálaráðherra 3. júní 1932 og kirkju-
og kennslumálaráðherra að auki 23. s. m., í stjórn Asgeirs Asgeirs-
sonar. Til þess tíma hafði hann ekki gefið sig að stjórnmálum
opinberlega og var ekki þingmaður. En hitt var alkunna, að séra