Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 76
74
BREIÐFIRÐINGUR
læti, öslaði áfram alla leið út á sanda, út í haf. — Svanur var flog-
inn af vog, yfir fiöll, inn til heiða. Og lóa var komin yfir haf, setzt
að upp við foss, í sinuhvítum móaslakka með grænum ýring.
— Yfir jöklinum var djúpur blámi, hreinn og einlitur, mettað-
ur tærum svala. Vorið hafði einnig farið þá leið. — Sólina bar hærra
við Tindfell í dag en í gær.
Ungur sveinn kom úr suðri, hélt norður yfir fjöll, fór um lönd
vorsins. Að kvöldi var hann heima. Allt heilsaði honum. Hann
fagnaði kveðju þess. Svipurinn gat ekki leynt viðkvæmum fegin-
leika. Hann átti þetta allt, sem mætti auga hans, fjöllin, víkina,
gilið, klifin, fossinn, fjöruna og fólkið. Allt var þetta eitthvað af
honum sjálfum, einhver eind, eitthvert brot.
„Vararkollur“ stóð á sama stað óháður breýtileika. Einu sinni
hafði hann borið nafn með rentu, en það var langt síðan. Hann
var orðinn gamall þessi kollur, en það sá ekki á. Hlýjan í við-
mótinu var alltaf söm við sig, alltaf bauð hann alla velkomna.
Hann átti alla, og allir áttu hann.
Spor í sandi koma og fara. En hver man ekki sporin sín í sandi,
undan litlum fæti, sem bar hratt udan öldu, eða spígsporaði
kringum fjörumaðk, er fitja átti upp á silfurgljáðan öngul. Þau
komu og fóru, en sóttu alltaf heim úr fjarlægðinni til þess að
heilsa upp á ungan svein.
Hann lét ekki mikið yfir sér fossinn. Engan sussaði hann í svefn
nema lóu og spóa og lambið litla. En hann steyptist fram af brún-
inni ár og síð, lítill í gær, meiri í dag. Stundum var hann gagn-
sær eins og snjakaleit kemba, stundum með skjannahvítan streng
í miðju, er greiddi úr til bergsins beggja vegna. Hann hafði það
til að vilja státa, vera móskaður og flaummikill, en hitt veifið
varð hann að rembast við að teygja úr bununni, svo að hann hætti
ekki að vera foss. En ungur sveinn átti þennan foss, og fossinn
átti hann. Þeir deildu með sér góðu kvöldi og góðum morgni.
Klöppin fór ekki langt, en kapparnir voru allir horfnir. Hví-
líkt öryggi að halda á góðum kappa, stórri öðuskel, sem einu