Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 121
Frá ritstjórnnam
í þessu hefti Breiðfirðings, er hér kemur fyrir almenningssjónir,
eru tveir þættir, sem ég vildi ræða nánar um. Það eru þættirnir:
„Saga og örnefni“ og „Um strendur, eyjar, útnes og dali.“ Eg
ætlast til að þessir þættir verði upphaf að greinaflokki, sem fram-
hald verði á í næstu heftum. Saga og örnefni eru ótæmandi efni,
til að skrifa um og má í slíkum greinaflokki tengja saman í frá-
sögur jöfnum höndum söguleg örnefni og sögu þeirra, og örnefni,
sem þjóðsögur eru bundnar við. Vænti ég þess, að lesendur rits-
ins, sem áhuga hafa á þéssu þjóðlega efni, sendi mér þætti í þenn-
an greinaflokk.
Um hinn þáttinn, sem ég hef nefnt: „Um strendur, eyjar, út-
nes og dali,“ er það að segja, að ég ætlast til, að hann geti orðið
tengiliður milli Breiðfirðings og Breiðafjarðabyggða. — Þætti
mér vænt um, ef lesendur heima í kringum Breiðafjörð, vildu
senda mér pistla, sem gætu orðið efniviður í þennan þátt. — Tel
ég að til greina komi fréttir af framfara- og umbótamálum, eink-
um allt er snertir atvinnumál, samgöngur, vegabætur, gróður og
ræktun, félagslíf, menningarmál og framfarir í skólamálum. —
Annars er orðið frjálst um allt, sem horfir til heilla og framfara í
héraðinu. — í þættinum í þessu hefti vil ég sérstaklega vekja at-
hygli á því, sem Klemenz Kristjánsson, tilraunastjóri, segir um
kornrækt. — Hef ég þá trú að kornyrkja, sérstaklega til fóðurbætis
fyrir skepnur, eigi mikla framtíð, landbúnaði til styrktar og ör-
yggís-
Að öðru leyti bið ég lesendur að virða á betri veg, það sem
ritið hefur að flytja, en vænti þess þó, að efni þess verði lesend-
um til gagns og gleði, þar sem margir góðir menn hafa lagt rit-
inu lið og sent því efni til birtingar. Vil ég þakka þessum mönn-
um stuðning sinn við tímaritið.
Áætlað er að heftið fyrir árið 1951 komi um næstu áramót.
Stefán Jónsson