Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 17

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 17
breiðfirðingur 15 „Tólf ár,“ sagði Jón hugsandi. Það getur nú margt breytzt á tólf árum, það er nokkuð langur tími.“ „Margt breytzt,“ sagði Steini hróðugur, „já, auðvitað, þá verð ég orðinn fínn og menntaður og fer aldrei í smalamennsku, en þú grettinn og ljótur bóndadurgur, skítugur og lotinn. Hvorn ætli Anna á Stað vilji þá fremur. Svo verð ég ríkur og voldugur svslumaður, en þú bláfátækur kotbóndi. Þá dugar nú lítið að vera duglegur að glíma og velta grjóti.“ „Þú ert nú ekki orðinn sýslumaður,“ sagði Jón lágt og þykkju- lega, „og svo hafa nú bændurnir stundum verið eins mikilr menn og þeir, sem drekka frá sér vitið og fá kærur fyrir hirðuleysi, eins og þeir, sem þú dáist mest að, af því að þeir eru ríkir og fallega klæddir. Ég ætla að verða bóndi og ekkert annað. Svo er líklega bezt að halda áfram að smala, og hætta þessu bulli.“ „Svo þú ert ekki hræddur um, að Anna vilji þig ekki,“ sagði Steini glettnislega um leið og hann stóð upp og klappaði hundin- um, sem nú var kominn til þeirra aftur, voteygur með lafandi tungu. Jón virti hann ekki svars, heldur lagði af stað upp í holt- ið, þar sem döggin Jiornaði af mosanum fyrir morgunsólinni. Dalurinn brosti og áin söng. Ef til vill höfðu þau heyrt heit þess- ara bræðra. Bræðra, sem ekki vissu, að nú höfðu þeir kvatt bernsk- una og gert framtíðinni heit. Fullorðinsárin höfðu kallað þá þenn- an morgun. Sjálfsagt var þessi hversdagslegi smaladagsmorgun gleymdur eftir viku. En áhrif hans móta mannsævi, mörg ár. Sex ár eru liðin. Aftur er vor. Vor í Djúpadal. Vor í Reykja- vík. Sólstafir ljóma yfir Faxaflóa. Snæfellsjökull glóir. Hann sýnist, eins og leifar af hillingum eða sökkvandi ævintýralandi úti við töfrandi bjart vestrið. Það er nú þegar húm yfir Esjunni. í kirkju* garðinum syngja fuglar. Yfir tjörninni arga kríur. Skyldu þær ekki halda vöku fyrir öndunum, sem kúra í sefinu á litlu tjörn- inni? Yfir holtið hjá íþróttavellinum ganga tvær manneskjur, pilt- ur og stúlka. Þau ganga hægt og leiðast ekki. Pilturinn hefur skínandi stúdentshúfu á höfði, alveg nýja. Stúlkan heldur á gam- alli Kvennaskólahúfu í hendinni. í dag er 17. júní. Stúdents- húfan ekki dagsgömul enn. Þau eru að fara „út á Garð“ á dansleik.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.