Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
Þorsteinn hafði fylgzt vel með í landsmálum og að hann var mörg-
um þeim hæfileikum búinn, er gerði hann mörgum öðrum frem-
ur hæfan til þióðnýtrar þátttöku í alþjóðarmálum. Hann var fjöl-
menntaður maður, hagsýnn og hygginn, mjög fljótur að ná heild-
arsýn yfir umfangsmikil vandamál og samvinnuþýður, en hélt
þó fast á sínum málum. Skipun hans í svo vandasamt embætti
var því áreiðanlega heppileg, er stjórnmálaskoðunum sleppir,
enda reyndist hann stöðunni og starfinu vaxinn. Mörgum virt-
ust t. d. ræður hans á þingi og úr ráðherrastóli bera af að skýr-
leika og framsetningu. Hann var hógvær í máli, persónulega
óáreitinn við andstæðinga, en rökfastur og hugkvæmur. Hann var
landkjörinn þingmaður frá 1934—1937, en þá bauð hann sig fram
í Dalasýslu af hálfu Bændaflokksins, og náði kosningu; var hann
síðan þingmaður Dalamanna til 1942. A þeim árum kynntust
Dalamenn honum, mannkostum hans og hæfileikum, enda leit-
uðu mrgir liðsinnis hans á ýmsa lund, bæði andstæðingar og fylg-
ismenn. Hann eignaðist einnig marga góða vini í kjördæmi sínu.
Hann var einn af stofnendum Bændaflokksins og varð formaður
hans 1935, er sr. Tryggvi Þórhallsson dó. Hann var sæmdur
stórriddarakrossi Fálkaorðunnar 1. des. 1942.
Séra Þorsteinn var bóndasonur og uppalinn á sveitaheimili
við venjuleg kjör bændasona. Á skólaárum sínum var hann heima
á sumrum við heyskaparstörf. Hann var því gjörkunnugur hfi
og kjörum bændastéttarinnar, og sýndi það á sínum pólitíska
ferli, að bændastéttin átti engan einlægari stuðnings- og forsvars-
mann á þeim árum á opinberum vettvangi. Það var áhugi hans
fyrir hagsmunum bændastéttarinnar, sem knúði hann til þátt-
töku í að kljúfa stjórnmálaflokk sinn og mynda nýjan undir nafni
bændastéttarinnar. Sjálfur stundaði hann lengst af búskap alla
sína prestskapartíð. Hann festi kaup á prestsetri sínu, Hrafna-
gili í Eyjafirði, og gerði þar miklar umbætur og jafnvel eftir að
hann varð kaupstaðarprestur á Akranesi, lét hann ekki af búskap
með öllu. Hann var hagsýnn og hygginn í búskapnum eins og á
öðrum sviðum. Heimili hans var ávallt með hinum mesta mynd-
arbrag.
Séra Þorsteinn var tvígiftur. Fyrri kona hans var Valgerður