Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 34
32
BREIÐFERÐINGUH
fyrir mörgum var greitt í því húsi. — Var síðan haldið áfram og
lent í Hergilsey rétt í byrjun úthalls. Það var gaman að koma
þarna í Hergilsey. Allt til af öllum sköpuðum hlutum. Morgun-
inn eftir var komið norðan rok og alltaf bættist við fólkið á heim-
ilinu. Þennan dag voru átta menn á ferð úr Flatey á stóru skipi,
sem urðu að hleypa í Hergilsey eftir að þeir voru komnir nokk-
uð norður fyrir eyna. Næsta dag var sama veður. Þá hleyptu
þangað fjórir menn á bát sem var að koma úr landi og ætluðu til
Flateyjar. Ég er viss um, að í þetta sinn hefir verið með heimilis-
fólki og gestum í Hergilsey frá 50 til 60 manns. I Hergilsey bjó
þá Snæbjörn Kristjánsson og annar bóndi, sem mig minnir að hétí
Magnús. Þarna vorum við veðurteppt í viku. Alltaf norðan rok.
En það vildi til, að Snæbjörn hafði margt til afþreyingar fyrir
mannskapinn. Sumir hnoðuðu mör aðrir flettu borðum í báta.
Ég lenti í að hnýta selanet, sem áttu að vera til næsta vors. Snæ-
birni þótti ekki líklegt að ég væri netamaður góður, landuppaln-
ingur, en leikar fóru þó svo, að Snæbjörn fýsti ekki að reyna sig
við mig, og leitaði ekki einu sinni að dragmöskvum. Við unga
fólkið, bæði gestir og heimafólk, tókum okkur frí og slógum upp
balli í rökkrinu. Hljóðfærið var einföld smáharmonikukríli. Ann-
að veifið var söngur og kveðskaur. Það var ekki hægt að merkja
á húsbændunum, að þeir væru nokkuð mótfallnir þessum ærslum
í okkur unglingunum, en ekki man ég eftir að Snæbjörn tækí
neinn þátt í gleðinni. Kristján gamli, faðir Snæbjarnar, var á lífi,
en blindur. Það var gaman að tala við gamla manninn. Hann
var margfróður, og eyddist margur tíminn frá netahnýtingunni
hjá mér við að tala við hann.
Portbyggður frambær var norðanmegin við bæ Snæbjarnar
en innangengt á milli. Þarna upp á loftinu í gamla bænum, eins og
hann var víst kallaður, var sægur af gömlum konum, sem flest-
ar voru við einhverja handavinnu. Mig minnir, að þessar gömlu
konur væru ekki færri en sex.
Einn daginn, sem við vorum veðurtepptir í Hergilsey, rændi
Hafliði sonur Snæbjarnar, þá innan við tvítugt, skekktu sem fað-
ir hans átti, tók með sér þrjá stráka, sem helzt voru til í tuskið
og sigldi upp í Sauðeyjar. Snæbjörn varð þungur á svipinn, þeg-