Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 16
14
BREIÐFIRÐINGUR
á góðum hesti í fallegum fötum og sjá alla karlana líta til sín
með lotningu og aðdáun, já og ótta. Mikið vildi ég vera sýslu-
maður.“
„Þú ert nú svó gáfaður, Steini minn,“ sagði Jón með sömu hægð-
inni og áður, en þó var ekki laust við öfundarkeim í röddinni.
„Svo heldur þú kannske, að Onnu á Stað litist þá enn betur á
þig. En síðan píibbi dó, hef ég alltaf ætlað mér að verða bóndi.
Enda er ég ekki eins gáfaður, og læt mig heldur aldrei langa til
alls konar ómögulegrar vitleysu, eins og þú, eða vera ,,skotinn“ í
prestsdætrum.“
„Alltaf ertu jafnmikill asni,“ sagði Steini. „Annars læt ég ósagt
hvor okkar er meira skotinn í Onnu. Var það kannske ég, sem
alltaf roðnaði upp í hársrætur, og kom ekki upp nokkru orði fvrir
stami, ef hún leit á hann í fyrra vor hjá prestinum? Var það kann-
ske ég, sem leit til hennar sigri hrósandi eftir að hafa fellt fimm
í glímu þarna á skemmtuninni á Fjalli í vetur. Þú vildir svo sem,
að hún tæki eftir því.“
„Nei, það varst ekki þú,“ sagði Jón, þú hefur nú aldrei unnið
neinn í glímu, svona máttlaus og vesældarlegur, eins og þú hefur
veno.
„Þegiðu! Þú-ert ekki meiri maður, þó að þú sért sterkur, eins
og naut,“ sagði Steini æstur. „En nú ætla ég að segja þér eitt
Nonni minn, og það er, að ég ætla, ég skal verða sýslumaður, og
ég fer í burt í haust til Reykjavíkur. Sennilega kem ég aldrei
aftur. Þú vilt líka ráða öllu síðan pabbi dó. Mamma heldur líka
alltaf með þér, af því að þú sért svo duglegur. Það er bezt. að
þið búið þá ein. Þið hafið víst ekkert með svona ónytjunga að
gera, eins og mig.
„Þú ræður alveg, Steini minn, ekki held ég þér nauðugum, en
heldurðu að þú lifir á loftinu í Reykjavík,“ sagði Jón borginmann-
lega. „Þær duga nú ekki mikið eða lengi, þessar þúsund krónur,
sem Þorsteinn frændi arfleiddi þig að.“
„Þær duga í vetur, svo vinn ég bara,“ sagði Steini, og var nú
aftur léttur og hýr. Það eru nú ekki nema tólf ár, sem maður er
að læra að verða sýslumaður,“ bætti hann við, barnalega von-
góður.