Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 90

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 90
88 BREIÐFIRÐINGUR vera við ramman reip að draga. Það er svo margt, sem truflar unga fólkið, og varnar því, að það nytsamasta sé ávallt valið, eða svo finnst okkur, sem eldri erum. Ég bið ykkur nú að láta ykkur ekki detta í hug, að ég ætli að þylja yfir ykkur neinar áminningar eða reiðilestur. Nei síður en svo. Ég vil aðeins minna ykkur á. Hvort þið hafið fært eða færið ykkur að fullu í nyt þau þroskaskilyrði, sem jafn góður og fjöl- þættur félagsskapur og ungmennafélögin hafa upp á að bjóða. Sjálfur tel ég mig ekki hafa gert það. Allar íþróttir eru þroskandi fyrir þá, sem þola að stunda þær. Það er sönn ánægja að því, að sjá góða glímumenn ganga sam- an til leiks. Rétta hver öðrum bróðurhönd um leið og glíman hefst, glíma síðan af fullri einurð og drenglyndi, en kveðjast svo með handabandi að henni lokinnf, sem tákn þess að þeir séu sáttir, þótt sinn sé þáttur hvers að sigra eða vera sigraður. Leikfimin fegrar líkama hvers þess er hana stundar, þroskar eftirtekt og snöggar skynjanir, ákveðni og stílfagra frmgöngu. Sama er að segja um frjálsar íþróttir. Leiklistin, sem er um leið nokkurs konar skáldskapur og kímni- gáfa, krefst að nokkru þeirra hæfileika, en býsna margir eru þeim að einhverju búnir, ef viljinn er góður og tilsögn einhver við að framkalla þá. Að skrifa um eitthvert hugðarefni er ótrúlega þrosk- andi fyrir þann, er ritar, en aðrir njóta líka góðs af. Það er að vísu eins um þetta eins og svo rnargt annað, að því er misskipt til mannanna barna. Sumir eru alltaf skrifandi um allt og alla og kunna ekki við sig öðru Vísi, en svo eru aftur aðrir, sem aldrei draga til stafs, nema þegar ekki verður hjá því komizt, og þeir eru mikið fleiri. Fundarhöld félaganna eru ennfremur þros.kandi og er sízt van- þörf á því að ungmennafélögin beiti sér fyrir því að ungt fólk geti komið fyrir sig orði í ræðuformi, ef svo ber undir. Eitt er það enn, sem fylgir öllum félagsskap og ekki þarf að ýta undir til þroska. Það er dansinn. En það er ekki gott, þegar ekki-er hugsað um annað en dansinn eins og of mikil brögð eru að. Ég býst við að það sé hér sem annarsstaðar. Um þetta er samt ekki einum að lá. Dansinn hefur veitt marga gleðistund,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.