Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 39
Pálmi Einarsson, landnámsstjórí:
Landbúnaðarþættir
I. ATVINNUSKIPTING LANDSMANNA
OG FÓLKSFÆKKUN SVEITANNA.
Landbúnaðurinn var sú atvinnugrein er framfærði meirihluta
þjóðarinnar fram til síðustu aldar. Atvinnuskiptingin breytist
nokkuð strax um og eftir aldamót, einkum vegna aukningar sjávar-
útvegsins, og aukins iðnaðar. Eftirfarandi tölur sýna hvernig
atvinnuskipting var á 60 ára tímabilinu frá 1880—1940.
1880 1900 1920 1940
% % % %
Landbúnaður ........... 73,2 50,9 42,9 30,6
Fiskiveiðar ........... 12,0 18,7 18,1 15,9
Iðnaður................. 2,2 8,4 11,3 21,3
Verzlun og samg....... 3,6 8,2 12,2 15,9
Ýmis önnur störf...... 9,0 13,8 14,7 16,3
Á tímabilinu 1880—1900 fækkar þeim, sem vinna að land-
búnaði og eru framfærðir af honum um 22,3%, en á tímabilinu
1900—1920 um 8,0%. Fækkunin eykst nokkuð á árunum 1920—
1940. Þá nemur fólksfækkunin við landbúnað 12,3%. Breyting-
in er minni hjá sjávarútvegi. Aukningin á tuttugu ára tímabilinu
fyrir aldamótin er 6,7%. Breytist mjög lítið á næstu tuttugu ár-
um, en fækkar svo um 2,2% frá 1920—1940. Aðrar starfsgreinar
hafa stöðugt bætt við fólkstölu sína og þó einkum iðnaðurinn,
sem því nær tvöfaldar fólkstöluna á tímabilinu 1920—1940.
Það er athyglisvert að gera sér grein fyrir því fráhvarfi, sem
er frá þeim tveim atvinnugreinum, sem hagnýta eiga landið sjálft