Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 79
Kristvarður Þorvarðsson:
Leikskálar í Haukadal
Haukadalur liggur í austur inn í hálendið frá botni Hvamms-
fjarðar. Dalurinn er þröngur, einkum innan vatns, og sunnan við
dalinn eru fjöllin liá og hrikaleg og er því sólarlítið á vetrum á
þeim bæjum, er þeim megin liggja í dalnum. Bæirnir að norð-
anverðu í dalnum liggja vel við sól, og skín þar oft sól um hlíð-
ar og húsaþil, þótt sólarlaust sé sunnan megin í dalnum.
í miðjum Haukadal að norðan eru Leikskálar. Bærinu stend-
ur neðst í hlíðinni og teygir efri hluti túnsins sig allhátt upp í
hlíðina.
Fyrir ofan túnið á Leikskálum er brött hlíð og mörg gil og
renna margir lækir niður hlíðina. Einn lækurinn rennur. ofan
í gegnum mitt túnið og niður hjá fjósveggnum, og heitir hann
Bæjarlækur. Annar lækur rennur niður með túninu að vestan-
verðu og heitir Mjólkurlækur. Niður með túninu að austan renn-
ur gil, sem heitir Húsagil. Það rennur rétt fyrir austan fjárhús-
in og svo á milli aðaltúnsins og hesthústúnsins. Gilið og lækirnir
hafa upptök sín hátt uppi í fjalli og bera því stundum niður á
túnið aur og grjót; en það hefir alltaf verið hreinsað á vorin
og borið burt, svo að túnið minnkaði ekki af framburði gilsins
og lækjanna.
Arið 1918, um páskaleytið, velti Húsagilið fram feikna miklu
snjóflóði með auri og grjóti. Flóðið lenti á fjárhúsunum og drap
yfir 100 kindur, sem voru þá inni í húsunum, og stórskemmdi
túnið. Eftir það voru fjárhúsin flutt austur fyrir túnið. Skammt
fyrir sunnan túnið rennur Haukadalsá niður dalinn og meðfram
henni eru engjarnar. Líka er heyjað uppi í fjalli, en erfitt þóttí
að flytja heyið úr f jallinu heim, því að hlíðin er mjög brött, og vildu