Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 109
BREIÐFIRÐIN GUR
107
Þegar hér var komið söga tók kona til orða,
leit með óduldu stolti á barn sitt og sagði:
Þennan unga mann langar til að heyra í lírukassanum
áður en við förum heim.
Gamli maðurinn brosti, lagði frá sér sverðið,
sem í rauninni var ekki annað en njðhrúga,
og við hlýddum hugfangin á einfalda tóna hins forna hljóðfæris,
eins og við öll værum foreldri þessa fagnandi drengs.
Enda varð skáldunum það tiltölulega fljótlega augljóst mál, að
óþarft var að kalla skáldskapinn ljóð, ef hann var óbundið mál
með mislöngum línum á pappírnum. Menn lentu þar í svipuðum
ógöngum og ljóðaupplesarar vorir gera enn margir hverjir í út-
varpinu, að tengja saman ljóðlínur og nema staðar í miðjum liend-
ingum, svo að ljóðið fái á sig blæ óbundins máls, En úr því að
Ijóðið er á annað borð Ijóð, en ekki óbundið mál, þá á það líka að
lesast sem Ijóð, en ekki óbundið mál.
Svo að vikið sé að Sigfúsi Elíassyni, þá er hann fulltrúi ann-
arrar og þjóðlegri stefnu í ljóðagerð, og fylla enn nokkrir ljóð-
iðkendur þann flokk. Form þeirra er áframhald gamallar hefðar
í íslenzkri Ijóðagerð og er að því leyti ólíkt sniði atomljóðanna. En
Sigfús og hans flokkur á að því leyti sammerkt við atómskáldin,
að efnið stendur í skugga málskrúðsins. Hann verður því að telj-
ast til formalistana eins og atómskáldin þó að með öðrum liætti
sé. Hann velur orðin fjarri hversdagslegu máli, en viðar þau að
sér úr skáldamáli eldri kynslóða. Þar voru þau vissulega til feg-
urðarauka og lyftu skáldin með því ljóðum sínum á svið, sem
hafið var yfir hversdagslegar hugmyndir. Nú er vissulega öldin
önnur, og þykir miirgum sá búningur nokkuð fornfálegur. Hon-
um verður tíðrætt um hluti eins og hafið, öldurnar, fjöllin, guð
og ,,allífið.“
Dæmi, að vísu ekki tekið úr Ijóðabók skáldsins, en hún var
ekki við höndina: