Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 57
BREIÐFIRÐINGUR
55
Heimilisfólkið á Skarði 1943
róstum við Englendinga 1467.. Af Birni og Ólöfu fer einna mest-
um sögum af Skarðshöldum. Sólveig hét dóttir Bjarnar og Ólafar
Hún bjó fyrst á Hóli í Bolungarvík og hélt ráðsmann og friðil,
Jón Þorláksson að nafni, og átti'með honum mörg börn, en hann
var fátækur, og fengu þau eigi að eigast af þeim sökum. Um það
leyti sem Ólöf andast, 1479, giftist Sólveig Páli syni Jóns sýslu-
manns, Ásgeirssonar í Ögri, og fara þau að búa á Skarði. Sólveig
andaðist 1495 og Páll var drepinn árið eftir, en Þorleifur heitir
sonur þeirra, og hann tekur við Skarði, þó sjálfsagt nokkru síðar,
til eignar, þar sem hann hefur þá verið ungur að aldri. Hann var
sýslumaður og lögmaður, en sagði af sér lögmannsdæmi, er harðna
fór í siðaskiptamálunum eftir 1540, og er til skemmtileg saga af
viðskiptum Jóns biskups Arasonar og hans, á þessum tíma.
Þorleifur átti mörg börn, og sum á laun, en Sigríði dóttur
sinni seldi hann í hendur Skarð, og varð nú landstjórnarsaga á
íslandi eigi lengri á Skarði, enda skeði sú nýlunda, að giftumál
á Skarði urðu ekki með jafnræði auðs og virðinga, eins og jafnan
áður, og gekk Sigríður Þorleifsdóttir að eiga Bjarna Oddsson frá