Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 87
BREIDFIRÐINGUR
85
fámennum liðskosti, sem fram til þess tíma liafði verið látinn
duga. Sóttu allmargir um starfann og var Jóhannes einn þeirra.
Var hann einróma ráðinn til félagsins, og starfaði síðan á vegum
þess óslitið í þrjá tugi ára. Þetta tímabil átti ég því láni að fagna
að blandá kynnum við Jóhannes skósmið sem starfsbróðir og
granni. Mér fannst hann mikill gæfumaður þótt ekki væri mulið
undir fætur honum á æskuvegi. Vinnudagur hans var að vísu
ekki ýkja skammur í hinu nýja ævistarfi. Sjaldan færri vinnu-
stundir en 11 á dag, oft 12 og gátu komist upp í 15, en aldrei
taldar að kvöldum. Gilti hið sama um húsbónda og hjú. Erfið
aðstaða cill um afgreiðslu og án þæginda. Upphitun óþekkt fyr-
irbrigði í sölubúð og vörugeymslum, en milli þeirra tveggja vist-
arvera varð Jóhannes stundum að skipta sér oft á sama klukku-
tímanum. Laun fremur sniðin eftir svokallaðri getu stofnunar-
innar en þörfum launþega, og afkoman hin efnalega ]>ví á tæpri
nöf jafnan. Og þó var hann gæfusamur. Heima beið hans að
kvöldi indælt heimili og ástrík eiginkona. Einkasonur þeirra
hjóna, Ragnar, óx upp, lagði á menntaveginn og gekk hann með
prýði, uns hann að því loknu gerðist forstjóri merkrar mennta-
stofnunar í einum stærri kaupstað landsins, þá þegar orðinn þjóð-
kunur maður og góðkunnur. Allir treystu og virtu hinn vinsæla
afgreiðslumann kaupfélagsins, sem ekki brá sér á hverju sem
gekk, og þá fyrst gerðist þungur á brún,, ef ganga átti á hag og
réttindi þeirrar stofnunar, sem hann taldi sér skylt að hlúa að
og verja. Þá voru orð hans einkennilega hárbeitt, mál hans eins
og meitlað í stein og vildu fáir fyrir verða.
Heldur kaus Jóhannes að una fríthnum sínum við arin heim-
ilisins og umhyggju þess, en standa á torgum og gatnamótum
liins opinbera mannlífs, enda hygg ég við rólega yfirvegun að
ekki hafi ég kynnzt betri heimilisföður en honum. Ekki komst
hann þó hjá því með öllu að gegna oinberum störfum. Sat hann
í safnaðarstjórn Hjarðarholtssóknar og í lireppsnefnd Laxárdals-
hrepps. I því starfi var hann samvinnuþýður og lipur en einarð-
ur, glöggur og fastur fyrir. Sást ef til vill bezt á þeim vettvangi
að hann hafði til að bera mannvit mikið.
Ritfær var hann vel og liggur nokkuð eftir hann á prenti. En