Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 21
breiðfirðingur
19
og stórum fataskáp. Á reykborðinu er stór koníaks-flaska og
tvö glös. Utbrunnir vindlingastubbar eru í hrúgu á öskubakka.
Loftið í herberginu er nærri þykkt af reykjareimi.
„Setjist þarna í stólana og segið mér fréttirnar. Það má víst
ekki bjóða ykkur að reykja,“ segir Þorsteinn. Rödd hans er dá-
lítið rám og göngulag hans ekki eins öruggt og venjulega. Hann
gengur að glugganum, til þess að draga frá gluggatjöldin.
„Mér þykir þú búa ríkmannlega, Steini,“ segir Jón, um leið
og hann sezt í djúpan hægindastólinn við reykborðið.
„Ég „sló út“ lán maður, annars er nú ekki auðvelt að lifa „flott“
í kreppunni. En hvað er að þér Anna? Ertu að fara?“
Þegar Anna ætlaði að setjast, sá hún kvenhatt í stólnum, og
um leið og Þorsteinn dró frá glugganum, sá hún ekki betur en
kjólfaldi væri kippt inn fyrir hurð klæðaskápsins, sem aðeins
var lauslega látinn aftur.
Nú gekk hún til dyra, kippti til höfðninu að gömlum sið og
sagði:
„Fyrirgefðu, ég hef víst ekki komið á heppilegum tíma, en
einu sinni sagðir þú, að ég gæti aldrei komið þér á óvart. Ég sé
að sú tíð er liðin. Nú mun mér vera ofaukið hér.“
I rödd hennar og orðum var háðiblandin beizkja. Síðan vor-
kvöldið fagra hafði Anna elskað Þorstein, þennan grannvaxna,
fölleita, dökkhærða, glæsilega mann, með gáfulega ennið og blíðu
augun, sem voru aðeins ekki nógu festuleg, en því meira freist-
andi að veita stuðning og aðstoð. Bernskuvináttan liafði breytzt í
ást þá nótt. Nú fannst þessari stoltu stúlku, að ásthennar og traust
hefði verið fótum troðin, af honuin, sem hafði þó játað henni
ást sína. Þorsteini varð orðfall. Jón, sem ekki hafði tekið eft-
ir neinu óvanalegu, var staðinn upp og starði á þau Onnu og
Þorstein til skiptis. Þrátt fyrir meðfædda stillingu, var undrun
í svip hans. Lengi hafði hann verið sannfærður um ást þeirra
Önnu og Þorsteins hvors til annars. Þótt hann hefði aldrei unn-
að neinni annarri en henni, hafði hann samt þagað og forðast allt,
sem gat bent í Jiá átt. Djúpt í sál hans, hefur ef til vill leynzt
von um, að sú ást vrði endurgoldin. Ekkert var eða liafði verið