Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 23
BRF.IÐFIRÐIiVGUR
21
augum hennar og hún beit á vör. Það var líka norðanstormur og
frost.
Það var aftur vor heima í Djúpadal, eins og fyrir tólf árum.
Heim traðirnar að stóra steinhúsinn hans Jóns í „Dal“ gengur
Anna frá Stað og teymir hvíta, litla hestinn sinn. Nú er hestur-
inn sveittur. Hún hefir riðið hratt fram dalinn. Hún er með sím-
skeyti til Jóns. Þau hittast við hliðið á blómagarðinum. Ilmur
reyniblómanna gerir loftið mettað af unaði. Þau setjast á bekk
undir tólf ára gamalli reynihríslu, sem Jón tók frammi í dal-
botni daginn, sem saga þessi hefst. Jón tekur skeytið. í svip
Onnu sér hann, að eitthvað voðalegt hefur skeð. Yfir ungu,
hraustlegu andlitinu. hvílir skuggi sorgarinnar. En hún grætur
ekki. Hann les skeytið. Það er á þessa leið:
„Þorsteinn dauðvona. Féll út um glugga á fjórðu hæð“.
„Guð minn góður. Hvernig getur þetta skeð?“
„Drukkinn,“ stundi Anna. „Enn ein fórn sveitanna á altari
menningarinnar. Og er þetta, ef til vill að einhverju leyti mín sök.
Nei, það hefði alltaf farið svona. Hefði ég kannske getað frels-
að hann? -----
Jón, nú er ég komin til þín. Hafi ég í bræði minni brotið gegn
Þorsteini, vil ég bæta það upp við þína hlið. Hann týndi sjálf-
um sér á hættuslóðum, þar sem fátt er til bjargar. Þú elskar mig.
Það hefir þú sagt. í nafni þeirrar ástar skora ég á þig að greiða
skuldir bróður þíns, og flytja lia'nn látinn heim. Sveitin hans
og okkar skal að síðustu faðma sinn týnda son. Yfir dánum von-
um hans skal vorblærinn vaka og gróðurinn ilma. — Jörð, þinn
er sigurinn.“
Og í sorginni yfir þessum löngu týnda bróður, sem nú var
horfinn inn á lönd eilífðarinnar, sóru þau tvö eiða þess, að eign-
ast sonu, sem yrðu sterkari en hann.