Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 94
92
BREIÐFIRÐINGUR
tíma, sem við þurfum um hann að fara. Og sólin vermdi, svo að
alls staðar varð maður hlýjunnar aðnjótandi.
Á grundvelli bróðurhuga og einingar í samstarfi við alla góða
Breiðfirðinga bæði heima og að heiman vill Breiðfirðingafélagið
vinna. Og á þeim grundvelli mun því takast að koma sínum
áhugamálum fram til sigurs, bæði nú og í framtíðinni. Á sögu
þessa héraðs eða Breiðafjarðar hefi ég ekkert minnzt og ætla
ekki að gera. Eg ætla aðeins hér að minna á hvað saga lands vors
og sagnritun er mikils virði. Svo að segja alla síðustu viku, hefur
á hverjum degi verið á það minnzt af frægustu mönnum frænd-
þjóðar vorrar, Norðmönnum, sem hér hafa verið á ferð, að án
sagnritunar Snorra, hefði fortíð Noregs verið glötuð, og ef Heims-
kringlu hefði ekki notið við, hefði Noregur aldrei fengið frelsi
sitt aftur. Líka þótti manni gaman að heyra, að það er æska
Noregs, ungmennafélögin, sem hafa verið baráttuliðið í, að halda
uppi minningu Snorra og reisa honum minnisvarða með mynda-
styttunni í Beykholti.
Sig. Hólmsteinn Jónsson.