Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 107
Sigfús Elíasson og atómskáldin
í septemberhefti tímaritsins „Líf og list“, skrifar Sveinn Berg-
sveinsson ritgerð með þessari yfirskrift. — Grein þessi fjallar um
efni, sem mjög er rætt og deilt um hin síðari árin. Eigendur tíma-
ritsins hafa góðfúslega leyft Breiðfirðingi að birta þessa grein.
Er hún birt hér orðrétt, en innganginum sleppt:
„Orðið atomskáld hef ég ekki búið til, ég heyrði það fyrst af
vörum eins vinar míns. Það táknar yngsta hóp skálda vorra, sem
hafa tileinkað sér nýjan stíl í ljóðagerð. Orðið atóm bendir fyrst
og fremst til hins nýja tíma, því næst til tíma tilraunanna og tækni-
legra framfara. Tilraunum yngstu skáldakynslóðarinnar mætti
skipta í þrjá flokka. í fyrsta flokki eru abstraktskáldin, og þar er
fremstur Steinn Steinarr eða réttara sagt annar helmingur hans,
því að hann getur brugðið sér í tvo hami, sem erti næsta ólíkir hvor
öðrum. Abstraktskáldskapur er samsetning orðanna á óræðan
hátt, svo að menn njóti að litlu leyti efnisins, sem lesandinn er
látinn einn um að ráða í án nokkurra hjálpargagna, jafnvel þekk-
ing hans á íslenzkri tungu kemur þar að litlu haldi.
Eg tek hér eitt dæmi af mörgum eftir Stein Steinarr:
gag7isæjum vængjum
flýgur vatnið til baka
gegn viðnámi sínu
hið rauðgula hnoða
sem rennur á undan mér
ftjlgir engri átt
handan blóðþyrstra vara
hins brennandi efnis
vex blóm dauðans