Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 85
JÓHANNES JÓNSSON,
verzlunarmaður
Horft að
Hðnum
leíðum
Þegar ég, sem þessar línur rita, gekk í þjónustu Kaupfélags
Hvammsfjarðar, fyrir réttum aldarfjórðungi, var mér það ómet-
anlega mikilsvert, að fyrstu samstarfsmenn mínir og leiðbeinend-
ur í ókunnri starfsgrein voru að trúmennsku, samvizkusemi, gætni
og reglusemi án undantekninga, hafnir yfir alla meðalmennsku.
Þeir alllir, Jón Þorleifsson kaupfélagsstjóri og starfsbræður hans,
Magnús Snorrason og Jóhannes Jónsson, eru nú viknir til æðri
vinnustöðva og mætir hæfileikamenn hafa tekið sæti þeirra. En
mér, aukvisanum í hinu merka og hagnýta starfi þessara manna
á þriðja og fjórða tug aldarinnar okkar, fyrir heill og gengi sam-
vinnustefnunnar í Dölum, á erfiðum og tvísýnum tímum, verður
þungt fyrir brjósti, er ég læt hugann reika um slóðir minning-
anna, sem tengdar eru við þessa vini mína, lærifeður og leik-
bræður á vangi hinna daglegu anna og orkubeitingar, fyrir og
um hádegi æfinnar. Skýrust er þó myndin af honum, sém hug-
urinn dvelur hjá í þessum línum, honum, sem ég átti lengsta
og nánasta samleið með, og hvarf mér síðast þeirra.
Jóhannes Jónsson var fæddur að Þrándarkoti í Laxárdal, 17.
september 1883, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Sólveigar
Jónsdóttur. Hann mun aðeins hafa verið 7 ára gamall, er faðir
hans varð úti í hríðarbyl, og fór þá svo sem títt var um fátækt