Breiðfirðingur - 01.04.1950, Blaðsíða 22
20
BREIÐFIRÐINGUB
svo erfitt, að það yrði ekki auðvelt og ljúft, ef hann fékk hrós
hennar fyrir. En kona Þorsteins, sýslumannsfrú, skyldi hún
verða. Samt varð sá góði maður að sýna fyrst, að hann væri
hennar verður. Þess vegna hafði Jón aldrei hjálpað lionum neitt,
þótt auðið væri.
Allt þetta flaug honum í hug, þegar hann sá í hve mikilli geðs-
hræringu Anna horfði á Þorstein. Samt var honum ekki ljóst,
hvað var að gerast. Hann var of mikill sveitamaður til þess að
vera fljótur að átta sig. Eins óg í draumi heyrði hann Þorstein,
sem nú hafði tekið eftir hattinum á stólnum, segja: „Vitleysa!
Stelpa, sem ég kenni ensku skildi hann eftir síðast, þegar hún
kom í tíma.“
„Reyndu ekki að Ijúga. Þú ert ekki lengur barn sveitarinnar,
moldarinnar, gróðursins. Ofreskjan, sem kölluð er menning, hef-
ir nú náð tökum á þér. Hún hefir auðvitað átt þig frá byrjun, en
meðan hugsjónir þínar, framalöngun og kapp, átti rætur í ís-
lenzkri mold, varstu duglegur, glæsilegur og ósigrandi. En nú
ertu að verða ræfill, sem slæpist, drekkur, reykir og lýgur bæði
að sjálfum þér og öðrum, en þó mest að sjálfum þér.
Þú þykist ætla að verða sýslumaður. Það voru einu sinni tign-
ir menn, virtir og hafðir í hávegum. En hvað eru flestir lögfræð-
ingar nútímans? Andlausar landeyður á skrifstofum í Reykjavík.
Ætli þú verðir ekki einn þeirra. Þú sverð þig nú þegar ótvírætt
í ættina. Þú hefir líka valið þér frúarefnið. Hún er ekki farin
frökenin úr enskutímanum.“
Bræðurnir virtust báðir svo höggdofa yfir ofsanum í Önnu,
að þeir sögðu ekki orð, heldur stóðu, þar sem þeir voru komn-
ir. Anna gekk hratt að skápnum, opnaði hann og sagði: „Yð-
ur er óhætt að koma út. Eg skal ekki trufla ykkur lengur. Jón,
ertu samferða?“ Hún setti hnykk á höfuðið og hvarf út úr dyr-
unum. Um leið og Jón lokaði hurðinni og kvaddi Þorstein, sem
var fölur sem nár, sá hann litla ljóshærða stúlku með málaðar
varir og augnabrúnir hoppa út úr skápnum og hvísla brosandi:
„Skárri voru það lætin í stelpufjandanum.“
Þorsteinn svaraði því engu.
Þegar Jón kom út, stóð Annar við dyrnar. Stór tár glitruðu í