Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 32

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 32
30 BREIÐFIRÐIN GUR fárveikur, og bar gólfið þess glögg merki um morguninn. — Eftir þessum formönnum man ég, sem réru frá Heimaeyjunni: Frá Gerðasandi þeir saman, Stefán í Gerðum og Júlíus í Rófu- búð. Ur Lágubúðarvör Pétur Hafliðason í Svefneyjum á gaffal- sigldri skekktu, sem Nikulás í Sviðnum átti. Mér var sagt að seglin hefðu verið sniðin eftir seglum á „Aþenu“ Boga á Skarði, og heyrt hef ég síðan, að Bogi hafi verið fyrstur manna hér við fjörðinn, sem útbjó gaffalsegl á smærri báta. I þetta sinn, var ekki annar bátur, en þessi skekkta í Bjarneyjum með þessari siglingu. Úr Bæjarvör reru þeir Bjarni Bjarnason og Sveinn Jóns- son frá Skáleyjum. Bjarni réri bát, sem Ebenezer frá Rúfeyjum smíðaði, og var hann með þver og aftursegli, ágætis fleyta, fjögra manna far eins og kallað var í þá daga. Það var ekki að draga í efa, sjósókn og lag hjá formanninum, þó að góður þætti hon- um sopinn blessuðum. Ég var ekki eins kunriugur á Búðey, en þessir minnir mig að réru þaðan: Sveinbjörn Gestsson, Pétur Kúld, Kristján Sveinsson og Einar Pálsson, auk einhverra aðkomubáta, sem einnig réru þaðan. Hjá þessum formönnum voru margir aðkomumenn úr landi. Þá voru á Búðey: Benediktsbúð, Innstabúð, Skarðsbúð, Miðbúð, Magnúsarbrið og Yztabúð. Þetta haust réri Ebenezer Þorláksson frá Búfeyjum frá Búðey. Pétur Hafliðason bauð mér með sér vestur í Svefneyjar eitt sinn um haustið. Hann var þá tómthúsmaður í litlum bæ þar sunnanvert við bæ bóndans, sem þá var Magnús Jóhannsson. Við vorum þar veðurfastir í viku. Það var oft glatt á hjalla í litla bæn- um, hjá þeim heiðurshjónum Pétri og konu hans. Var bærinn yf- irfullur af fólki. Allir krakkarnir þeirra, sem mig minnir að væru 6, voru heima og uppkomnir, ásamt föðurbróðir þeirra Eyjólfi, sem réri með bróður sínum. Þarna var söngur og dans á kvöldin hjá okkur unga fólkinu, á meðan okkur legaðist í eynni. Ég svaf í bænum hjá Magnúsi, því að eins og áður var sagt var fullskipað í litla bænum. — Þegar lagt var á stað, úr Bjarneyjum vestur, var sunnanrok og urðum við samferða innfyrir eyjarnar Ebenezer Þorlákssyni í Rúf- eyjum, sem ætlaði að skreppa heim eins og Pétur og fórum þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.