Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 32
30
BREIÐFIRÐIN GUR
fárveikur, og bar gólfið þess glögg merki um morguninn. —
Eftir þessum formönnum man ég, sem réru frá Heimaeyjunni:
Frá Gerðasandi þeir saman, Stefán í Gerðum og Júlíus í Rófu-
búð. Ur Lágubúðarvör Pétur Hafliðason í Svefneyjum á gaffal-
sigldri skekktu, sem Nikulás í Sviðnum átti. Mér var sagt að
seglin hefðu verið sniðin eftir seglum á „Aþenu“ Boga á Skarði,
og heyrt hef ég síðan, að Bogi hafi verið fyrstur manna hér
við fjörðinn, sem útbjó gaffalsegl á smærri báta. I þetta sinn, var
ekki annar bátur, en þessi skekkta í Bjarneyjum með þessari
siglingu. Úr Bæjarvör reru þeir Bjarni Bjarnason og Sveinn Jóns-
son frá Skáleyjum. Bjarni réri bát, sem Ebenezer frá Rúfeyjum
smíðaði, og var hann með þver og aftursegli, ágætis fleyta, fjögra
manna far eins og kallað var í þá daga. Það var ekki að draga
í efa, sjósókn og lag hjá formanninum, þó að góður þætti hon-
um sopinn blessuðum.
Ég var ekki eins kunriugur á Búðey, en þessir minnir mig að
réru þaðan: Sveinbjörn Gestsson, Pétur Kúld, Kristján Sveinsson
og Einar Pálsson, auk einhverra aðkomubáta, sem einnig réru
þaðan. Hjá þessum formönnum voru margir aðkomumenn úr
landi. Þá voru á Búðey: Benediktsbúð, Innstabúð, Skarðsbúð,
Miðbúð, Magnúsarbrið og Yztabúð. Þetta haust réri Ebenezer
Þorláksson frá Búfeyjum frá Búðey.
Pétur Hafliðason bauð mér með sér vestur í Svefneyjar eitt
sinn um haustið. Hann var þá tómthúsmaður í litlum bæ þar
sunnanvert við bæ bóndans, sem þá var Magnús Jóhannsson. Við
vorum þar veðurfastir í viku. Það var oft glatt á hjalla í litla bæn-
um, hjá þeim heiðurshjónum Pétri og konu hans. Var bærinn yf-
irfullur af fólki. Allir krakkarnir þeirra, sem mig minnir að væru
6, voru heima og uppkomnir, ásamt föðurbróðir þeirra Eyjólfi,
sem réri með bróður sínum. Þarna var söngur og dans á kvöldin
hjá okkur unga fólkinu, á meðan okkur legaðist í eynni.
Ég svaf í bænum hjá Magnúsi, því að eins og áður var sagt
var fullskipað í litla bænum. —
Þegar lagt var á stað, úr Bjarneyjum vestur, var sunnanrok og
urðum við samferða innfyrir eyjarnar Ebenezer Þorlákssyni í Rúf-
eyjum, sem ætlaði að skreppa heim eins og Pétur og fórum þá