Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 74
72
breiðfibðingub
ar í litla herberginu. Að vísu skreið hún stundum fram dimm
göngin og út þegar sólin skein. Það var hennar sumar. Svo bar
móðir hennar hana stundum með sér út á fiskreitina þegar hún
gekk að fiskvinnu, og á milli flekkjanna á túninu, þegar hún var í
kaupavinnu og rifjaði heyið.
En það var erfið byrði og þreytan sagði til sín.
Svona liðu árin, nokkuð mörg. Guðrún bjó í vesturendanum
á Beykishúsinu og var jafnan glöð í bragði og létt í máli. Og
dóttir hennar óx og þroskaðist, allt nema fæturnir. — Þeir voru
máttvana.
En svo skipti um. Maðurinn með Ijáinn barði að dyrum og dótt-
irin hvarf af sjónarsviðinu. Þá héldu margir að þungri byrði
væri létt af Guðrúnu, en svo var ekki. Þreytan sagði til sín jafn-
vel meira en áður. Og líklega er ekki fjarri sarini þó sagt sé, að
Guðrún hafi aldrei á heilli sér tekið eftir fráfall dóttur sinnar. —
Mörgum árum seinna giftist Guðrún seinni manni sínum,
Guðjóni Ingimundarsyni í Flatey. Hann bar hana á höndum sér
og létti henni byrðarnar síðustu æviárin. — Það var henni nokk-
ur léttir eftir þungar raunir.
Svo kann mörgum að virðast, sem hér hafi verið frá litlu að
segja og ekki merkilegu. Þó var ævi Guðrúnar Pétursdóttur harma-
saga — að vísu ein af mörgum. — Þrekraun sem hún stóðst með
prýði.
Guðrún dó á sjúkrahúsi í Stykkishólmi 19. september 1948. —
Og skyldi ekki vera fyrna djarft að ætla, að nú hafi hún hitt
dóttur sína heila og sæla handan við móðuna miklu, sem að
lokum verður á vegi okkar allra.
Guðrún Pétursdóttir var fædd á Kollabúðum í Reykhólasveit
15. apríl 1880. Dóttir Péturs Péturssonar síðar bónda á Hyrn-
ingsstöðum og konu hans Kristínar Olafsdóttur frá Sviðnum.
Hún mun að mestu hafa alizt upp á Stað á Reykjanesi hjá séra
Jóni Jónssyni og konu hans Sigríði Snorradóttur, en fluttist ung
út í Flatey og átti þar heima æ síðan.
Bergsveinn Skúlason